Maybe I should have ---- known.

Hér áður fyrr gátu menn, og þá sér í lagi katólikkar, keypt sér syndaaflausn, sem reyndar ku hafa kostað sitt. Athugulir menn  hafa hins vegar bent á að þetta hafi ekkert haft með trúarbrögð að gera heldur vasa prestanna samanber:  "Seint fyllist sálin prestanna."

Enn þann dag í dag virðist eima af gömlum siðum.

Nú veit ég ekki hverrar trúar Ásbjörn Óttarsson er, hallast helst að því að hann tigni Mammon.

Þær réttlætingar, útskýringar og röksemdir sem við fáum að heyra þegar fólk sem greinilega treystir á gullfiskaminni landans er tekið á teppið, ryður upp úr sér, eru efniviður í heila bók sem að öllum líkindum yrði valin brandarabók ársins. Þar er svo sannarlega af nógu að taka.

Ég las mjög svo góða færslu sem Jónas Kristjánsson skrifaði undir fyrirsögninni: Sá ruglaði, sá siðblindi og sá lati. Það vantar bara þann fáfróða, þann heimska og þann gleymna.

Ekki er staðan góð hjá íhaldinu þegar dæmdir sakamenn, fáfróðir útgerðarmenn og náttúrlega kúlulánþegar tröllríða framboðslistum þeirra.

En aftur að bókhaldskunnáttuleysi háttvirts þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Ásbjörn ber því við að honum hafi ekki verið kunnugt um að ólöglegt væri að greiða sér arð úr fyrirtæki sem var rekið með bullandi tapi.

Skyldi hann hafa fengið yfirdráttarheimild fyrir arðgreiðslunni?

Maður sem rekið hefur útgerð á fjórða áratug ætti að vita betur.

Nú er aðeins eitt lítið atriði sem vefst fyrir mér.

Maður sem kemur fram í sjónvarpi og viðurkennir lögbrot hlýtur að verða látinn svara til saka, þetta er jú hið nýja óspillta Ísland "þar sem allt skal upp á yfirborðið og hverju sandkorni velt við til að uppræta spillinguna."

Er hann kannski að reyna að kaupa sér syndaaflausn?

Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Greiddi ólöglegan arð fyrir mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Myndin "maybe i shoud have" er alveg frábær.

svo tók ég eftir því að hass fyrirtæki, að hans sögn hafi greitt fyrir kvótann alla tíð, þannig að það er hægt, eru þá útvegsmenn, sem þekkja dæmi um svona fyrirtæki, ekki bara hreinlega að ljúga að þjóðinni, og ætti það að koma nokkrum á óvart.

svo var ég sektaður fyrir að keira á 55 km hraða þar sém 50 var hámaskshraði. en ég helt hann vera 60. á ég ekki að fá sektina endurgreidda, ég vissi ekki frekar en hann að ég var að bjóra lög en ég mæti refsingu sem tilgreind er í lögum en hann getur bara tekið þetta til baka og heldur sæti sínu á þingi.

það segir ekki nikkur kjaftur af sér, ekki einusinni menn sem viðukenna rofa á eðstaf alþingis ensog ögmundur gerið í sambandi við þjóðaratkvæi í icesave, það má ekki kjósa á móti sannfæringu sinni, sem þignmaður.

Jóhann Hallgrímsson, 27.1.2010 kl. 00:10

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Þráinn Jökull, það hefur aldrei í kaþólskum sið verið hægt að kaupa sér syndaaflausn. Slík hugsun er jafn-andkaþólsk eins og hún er and-evangelísk, and-biblíuleg.

Jón Valur Jensson, 27.1.2010 kl. 01:24

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Takk fyrir góða og vel þegna ábendingu Jón Valur . Í dag heitir það syndakvittun sem í þessu tilfelli er gefin út af Engeyjarguttanum Bjarna.Ben

Þráinn Jökull Elísson, 27.1.2010 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband