Mér blöskrar...

Mér blöskrar það siðleysi og sú siðblinda sem hér, á Nýja Íslandi, tröllríða húsum.

Mér blöskrar framkoma alltof margra þingmanna sem standa í þeirri trú að þeir hafi verið kosnir af þjóðinni í þeim tilgangi einum að brúka kjaft og eyða dýrmætum tíma í málþóf.

Mér blöskrar stefna bankanna sem hygla fáum útvöldum en gleyma þeim hluta þjóðarinnar sem í barnslegri einfeldni lagði inn sitt sparifé í þeirri úreltu trú að græddur sé geymdur eyrir. Allir vita hvernig það fór. Angry

Mér blöskrar sú áratuga langa hefð ríkisstjórnar að  gefa með annarri höndinni en taka til baka með hinni og skiptir þá engu máli hvort viðkomandi ríkisstjórn dansar til hægri eða vinstri.

Mér blöskrar svo fj.... margt!

Það er af svo miklu að taka að það er varla vinnandi vegur að komast í gegnum frumskóginn.

Alltaf má samt reyna.

Ég fylgdist agndofa með viðtali við Bert Heemskerk, fyrrverandi bankastjóra Rabobanka, eins stærsta banka Hollands er hann sagði að teldi að Ísland gæti aldrei staðið undir því að borga til baka Icesave skuldina við hollenska ríkið sökum smæðar íslenska hagkerfisins.

Ég varð líka agndofa þegar þau tíðindi bárust að lög um gagnaver hefðu verið samþykkt og það með tilheyrandi skattaívilnunum.  Ég hef ekkert á móti gagnaveri en í þessu tilfelli er um að ræða fyrirtækið "Verner Holdings ehf. Eins og alþjóð veit, að nokkrum veruleikafirrtum þingmönnum og bankastjórum undanskildum, þá er það fyrirtæki að hluta til í eigu fyrirtækis sem heitir "Novator og er í eigu Björgólfs nokkurs Thors Björgólfssonar sem var jú einn af höfundum Icesave ruglsins og , ásamt föður sínum, skildi eftir sviðna jörð. Mér kemur í hug sagan af manninum sem tókst að kreista hvern einasta dropa úr sítrónunni jafnvel þó enga sítrónu hefði. Svo er garmurinn að tala um að endurheimta mannorð sitt. Ég efast um að honum endist aldur til þess.

Alþingismenn vorir hafa eytt undanförnum dögum í að sverta forsætisráðherra vorn og sumir hverjir svifist einskis. Fyrir slíkt athæfi þiggja þeir laun sem eru margfaldur örorkulífeyrir og halda áfram að rífa kjaft.

Ekki að undra þó okkur öryrkjum sárni.

Nú á að fara að taka á Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og það verður ekki gert með neinum vettlingatökum. Heilar 160 milljónir skal félagið "365 miðlar ehf." láta af höndum vegna fléttukaupa. Hvorki Colgate bros eða geisla-Baugur koma til með að bjarga drengnum því hann hlýtur að vera orðinn blankur eftir að hafa ráðið til sín stjörnulögfræðinga sem eru sagðir svo góðir að þeir fyndu örugglega leið til að seinka sólarupprásinni, fengju þeir borgað nógu vel fyrir.

Það er nú þetta með að borga, búið að frysta eignir stráksins en samt hefur hann efni á þessu. Hvar í fj....... fær hann þá það fjármagn sem til þarf?

Ég rak augun í frétt um að öllum starfsmönnum Ræktunarsambands Flóa og Skeiða, 60 manns, hefði verið sagt upp störfum frá og með 1. júlí næstkomandi. Það sem stakk mig voru orð framkvæmdastjórans er hann sagði "Við erum fyrst og fremst ósátt við ríkisstjórnina að koma ekki með nokkur einustu verkefni fyrir verktakafyrirtæki." Það er alltaf sárt að heyra slíkar fréttir en það vill svo til að hér ríkir bullandi kreppa og að ætlast til að ríkisstjórn sem tók við brunarústum einum saman eigi að koma með lausnir á öllum þeim vandamálum sem að okkur steðja, á tiltölulega stuttum tíma er ofvaxið mínum skilningi.

Ég kveð ykkur öll að sinni og óska ykkur góðra drauma.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Mér blöskrar að engin svör hafa borist um það hver ákvað að taka laun seðlabankastjóra og gera um þau sérlög. Þau fyrirmæli bárust viskiptanefnd úr Forsætisráðuneytinu. Mér blöskrar að engin svör hafa borist um það hver hafi í raun lofað bankastjóranum hærri launum og loks blöskrar mér það að þessi bankastjóri hafi verið farinn að rífast um launin sín áður en hann á að hafa fengið starfið.

Sammála þér að þingið ætti að vera að gera annað en ekki er annað hægt en að krefjast upplýsinga um þennan gjörning því greinilegt er að Jóhanna er á bullandi flótta með þessar útskýringar. Ef hún vissi ekki af þessu, hver gerði þetta þá? Væri lítið mál ef ekki væri forðast að segja þinginu sannleikann.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 9.6.2010 kl. 05:46

2 identicon

Adda, þetta seðlabankastjóralaunakjaftæði er ekkert annað en smjörklípa af hendi Sjálfstæðismanna til að þurfa ekki að svara fyrir "styrkja"mál sín og fleira mútutengt.

Frekar ömurlegt að þurfa að horfa upp á að fólk skuli ekki fatta þetta.

Tek annars heilshugar undir þessa færslu hjá þér Þráinn!  :-)

skussinn (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 09:18

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Skussi, þetta snýst ekki um styrki þeirra sem spyrja Ráðherrann heldur að hún hafi gefið þetta færi á sér. Greinilegt er að verið er að fara undan í flæmingi og málið er ekki tekjur seðlabankastjora heldur þetta leynimakk og undanbrögð við að svara löggjafarþinginu. Styrkjamálið er svo heilt annar kapituli. Smjörklípan er hjá þeim sem telja eðlilegt að forðast að svara og beina athyglinni að vanda spyrjandans.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 9.6.2010 kl. 11:29

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta var gott "blöskr" sem taka má undir.

Guðmundur St Ragnarsson, 9.6.2010 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband