Orð að sönnu.

Endalaust má deila um hvað sé rétt og hvað sé rangt, en að ráðast að þingmanni fyrir að fylgja sannfæringu sinni, þó svo það hafi í för með sér að brugðið sé út frá stefnu forystusauðanna, er gjörsamlega út í hött.

Lilja Mósesdóttir hefur sýnt og sannað að hún hefur bein í nefinu og berst fyrir sínum hugsjónum, sem vekur reyndar þá spurningu hvuddn fj...... hún sé að gera innan fjórflokkakerfisins .

Að mínu mati á hún frekar heima innan grasrótarhreyfingar eins og t. d. Hreyfingarinnar, sem í augnablikinu er bara svipur hjá sjón en, ef landinn getur staðið saman, gæti orðið öflug stjórnmálahreyfing.

Ég verð því miður að lýsa yfir vantrausti á þetta staðlaða "gamla" fjórflokkakerfi því oftar en ekki læðist að mér sá ljóti grunur að verið sé að versla með hin og þessi mál á bak við tjöldin.

Sem leiðir getum að afgreiðslu Icesave annars vegar og kvótakerfisins hins vegar.

Skyldu "kvótagreifarnir" komast upp með áframhaldandi brask?

Nú að öðru.

Ég rak augun í frétt sem sló mig all harkalega en hún snýst um þau hjónakornin Kristján Arason og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.

Getur verið að upphæð upp á litla tvo milljarða verði afskrifuð?

Í lok fréttarinnar er smá klausa sem vakti eftirtekt mína.

"Sjálf segist Þorgerður ekkert hafa vitað af viðskiptum eiginmanns síns enda er óeðlilegt að hjón ræði um það sín á milli þegar annað þeirra tekur milljarða að láni."

Það er sosum góðra gjalda vert að hjónakornin taki ekki fjárhagsmálin með í bólið en fyrr má nú vera.

Svo er hér önnur góð sem heillaði mig upp úr skógörmunum.

"Icelandair Group og dótturfélög þess keyptu lúxusbifreiðar fyrir stjórnendur sína og lykilstarfsmenn fyrir marga tugi milljóna króna á þessu ári, eftir að Framtakssjóður lífeyrissjóðanna lagði fyrirtækinu til nýtt hlutafé."

Svo koma útskýringarnar.

" Björgólfur (Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group)  fullyrðir að endurnýjun á bílum starfsmanna á þessu ári hafi ekki haft í för með sér teljandi viðbótarkostnað ."

Ef ég væri sæmilega pennafær þá myndi ég taka saman öll þau gullkorn sem hrotið hafa af vörum víkinga okkar.

Útrás eður ei.

Þar til næst.

 

 

 


mbl.is Lilja lögð í pólitískt einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Félagið hefur auðvitað fyrir löngu greitt þeim arð sem fór örugglega í húsið þeirra í Hafnarfirði, frí og ferðalög. Félagið skuldaði auðvitað í takt við verðmætaaukningu á bréfum þess í Kaupþingi. Verðmætaaukningin var tryggð með ónýtu eftirliti og svindli. Nú standa bara málin þannig að engar eignir eru til nema skuldir. Því er ekki annað hægt en að afskrifa. Þetta eru engir öryrkjar heldur s.k. '' fínt'' fólk ásamt Steingrími og Skruddu, Skúla Helgasyni, Steinunni og Ingibjörgu. Þau eiga auðvitað rétt á þessu. Saksóknari gæti hinsvegar náð t.d. henni fyrir vitorð í stuldi Hraðbrautar en hann var á kafi í þessu sjálfur og því gerir hann auðvitað ekkert. Þetta er hið frábæra þjóðfélag sem engin útlend þjóð tekur mark á. Við erum best í öllu, líka þessu.

Einar Guðjónsson, 22.12.2010 kl. 01:41

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég óska þér gleðilegra jóla og farsæls komandi árs

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.12.2010 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband