Að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur.

Þann 1. júlí 2009 voru laun opinberra starfsmanna, þingmanna, ráðherra og fleiri eðalmanna fryst til þriggja ára sökum efnahagsástandsins.

Að sjálfsögðu var vegið að öldruðum og öryrkjum á sama hátt þó úr litlu hefðu að moða.

Þann 1. júlí síðastliðinn fengu svo háttvirtir ráðamenn vorir "leiðréttingu" launa sinna sem er hið besta mál því, svo ég vitni nú í efnahagsráðgjafa "Hrunstjórnarinnar" þá þurftu menn að borga með sér.

En...bíða nú.

Ekki bólar á "leiðréttingu" á kjörum aldraðra og öryrkja enn.

Er gamla viðhorfið að við "eymingjarnir" megum vera þakklátir fyrir þau bein sem til okkar er fleygt kannski enn við lýði ??

Eina skýringin sem ég hef rekist á er að unnið sé að endurskoðun tryggingakerfisins.

Sem...ef gengið er út frá því að starfandi (?) ríkisstjórn hafi hafist handa strax 2009...þá finnst mér hægt unnið.

Milljarður til þróunaraðstoðar sem á fullan rétt á sér ef aurarnir eru til,en  á sama tíma stendur fólk í biðröðum hér heima fyrir eftir matargjöfum því ekki hrekkur lífeyririnn til.

Hér áður fyrr var haft á orði að það væri háttur aumingjans að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur.

Túlki hver fyrir sig og þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Eitthvað er tölvan að stríða mér því þessi færsla er í tengslum við fréttina:

"Öryrki stefnir íslenska ríkinu"

Þráinn Jökull Elísson, 26.11.2012 kl. 15:13

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er enn talið og verður alltaf háttur aumingjans að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur...

Jónína Dúadóttir, 26.11.2012 kl. 15:27

3 identicon

Við eigum marga aumingja fulltrúa á Alþingi!!!

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 26.11.2012 kl. 16:53

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Því miður þá eru flestir á þinginu eginhagsmunaseggir og aumingjar þegar kemur að því að taka á vandamálum! Undirlæjur eru þau flest undir fjármálastofnunum og vogunarsjóðum því miður!

Sigurður Haraldsson, 26.11.2012 kl. 16:58

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

bíddu við, hvað um söguna á Íslandi? Þú nefnir þingmenn, ráð"herra" og fleiri....árið 2009!

Vissir þú að Kennarar og þingmenn og prestar höfðu sömu laun árið 1960?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.11.2012 kl. 23:55

6 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Síðan þá Anna hefur mikið vatn runnið til sjávar. Gengi krónunnar rokkað, tvö núll tekin af í ársbyrjun 1981, lán verðtryggð frá 1979 en laun ekki. Ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara en framkoma ráðamann í garð öryrkja og aldraðra er til háborinnar skammar. Að vera öryrki er ekki hlutskipti sem nokkur velur sér. Í mínu tilfelli var um slys að ræða. Við eru augljóslega annars flokks fólk þegar æðstu menn þjóðarinnar gefa okkur langt nef með sviknum loforðum.

Þráinn Jökull Elísson, 27.11.2012 kl. 00:55

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Aumingjar eru og verða alltaf aumingjar, en það er með ólíkindum hvað þeir sækjast eftir þingsætum. Þarna sitja þeir í röðum, þ.e. þegar þeir eru í vinnunni, með aumingjasvip og gæta þess vandlega að við "aumingjarnir" í þeirra augum, fái engar "aumingjabætur", eða mannsæmandi lífeyri eins og við köllum það.

Það er sorglegt að þetta fólk skuli ekki skilja að aldraðir og öryrkjar lifa ekki á loftinu. Það kemur að því að þetta fólk kemst á eftirlaunaaldurinn og þá rekur það í rogastans, eins og það hafi aldrei heyrt minnst á bág kjör gamla fólksins, enda alveg sama um það, þar til það kemur að þeim sjálfum. Aumingjaskapurinn og aumingjagangurinn er fullkominn.

Bergljót Gunnarsdóttir, 27.11.2012 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband