Góði farðu nú að vakna.

En Guðbjartur, hvenær hækkar lífeyrir aldraðra og öryrkja ?? Við áttum jú að fá "leiðréttingu" 1. júlí síðastliðinn. Erum við gleymda fólkið ?? Ég vil benda á að fjöldi aldraðra og öryrkja er um 75 þús. manns. Ég hef grun um að öll þessi atkvæði falli þér ekki í hag þegar gengið verður til kosninga.

Fjögur þúsund króna hækkun á húsaleigubótum hefur lítið að segja þegar horft er á þá átján þúsund króna upphæð sem staðið hefur í stað árum saman.

Það er þó huggun harmi gegn að vita til þess að í vor verður þú að leita þér að öðru starfi.

Nema stofnað verði eitt sendiherraembættið enn.

Það fer enginn heilvita maður að kjósa mann (flokk) sem lofar til vinstri en svíkur til hægri.

Samanber launahækkunartilboð þitt uppá hálfa milljón, oná þokkalegustu mánaðarlaun, til handa forstjóra Landsspítalans.

Á sama tíma og þau tæki sjúkrahúsanna sem ekki eru hrunin nú þegar eru límd saman með málningarteipi.

Ég lá á hjartadeildinni í sex vikur á síðasta ári. Ég tek ofan fyrir því fólki sem þar starfar. Á sama tíma  fá þau að launum niðurlægingu.

Forgangsröðun er augljóslega nokkuð sem þið stjórnarliðar virðist ekki skilja.

Þegar að stjórnarskiptum kemur verð ég kominn í startholurnar og tilbúinn að flytja af landi brott.

Ég er búinn að fá nóg.

Ég finn til með þeim sem eftir sitja.

Þar til næst.


mbl.is Húsaleigubætur hækka á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Svo þegar þau fara í stjórnarandstöðu þá segja þau um andstæðinga sína að þau hugsi ekkert um lífeyrisþega og öryrkja. Nú ættu flestir að sjá í gegnum þau. Búin að vera með málþóf í tugi ára og tuða um að þau séu jafnaðarmenn og hugsi um þá sem minnst hafa. Bara þvæla.

Baráttukveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.12.2012 kl. 00:25

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það verður að segjast eins er Guðbjartur Hannesson er óþvei í eðlisínu gagnvart Elllýfeyrisþegar...

Vilhjálmur Stefánsson, 20.12.2012 kl. 09:50

3 Smámynd: Jack Daniel's

Gubbi skeit rækilega upp á bak í kastljósviðtalinu.

Horfið á þetta og heyrið hvað mannfýlan segir um lífeyrisþega.

http://www.ruv.is/sarpurinn/kastljos/19122012/itarlegt-vidtal-vid-gudbjart-hannesson

Jack Daniel's, 20.12.2012 kl. 22:27

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Guðbjartur Hannesson er eins og aðrir meðreiðarsveinar norrænu velferðarstjórnarinnar, snarbilaður .

Halldór Egill Guðnason, 21.12.2012 kl. 04:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband