Kosningar hvað ??

Ég var að hlusta á stjórnmælaumræðurnar á Rás 2 áðan. Þar kom ekkert nýtt fram. Frekar en fyrri daginn. Allir lofa öllu.Sem er að mínu mati dæmigert fyrir íslenska pólitík. Það var lítið sem ekkert minnst á stöðu aldraðra og öryrkja frekar en fyrri daginn. Þetta var í það heila innantóm loforð sem hver heilvita maður sér í gegnum. Samt sem áður eru alltof margir sem gleypa öngulinn. Eðlilega. Fólk... grípur í síðasta hálmstráið.
Þó ekkert sé.
Það verður fróðlegt að fylgjast með eftir kosningar hvernig farið verður að því að útskýra ómöguleika þess að standa við gylliboðin.
Það hlýtur jú hver einasta sæmilega þenkjandi manneskja að sjá í gegnum lygavefinn.
Kosningaloforð hafa aldrei staðist.
Það hefur reynslan kennt mér.
Við getum hins vegar huggað okkur við að staðan getur ekki versnað.
Ég hef beðið og vonað að úr rættist, svona rétt áður en ég missti kofann, en þegar lánið á þessu litla húsi mínu hækkar...og hækkar...þrátt fyrir mánaðarlegar afborganir...þá er svo komið að ég velti fyrir mér hvort yrði áhrifaríkara að skila lyklinum eða hreinlega gerast "Rambo" og grisja smá í bankaflórunni.
Þar ligggur jú þénustan.
Þar til næst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband