Lög um lögheimili.

Vegna þeirrar leiðu iðju sem alltof margir af framámönnum okkar innan stjórnmálageirans virðast stunda vil ég koma eftirfarandi á framfæri.

1990 nr. 21 5. maí1. gr. Lögheimili manns er sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu.
Maður telst hafa fasta búsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er þegar hann er ekki fjarverandi um stundarsakir vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarra hliðstæðra atvika.4. gr. Enginn getur átt lögheimili hér á landi á fleiri en einum stað í senn.
Leiki vafi á því hvar telja skuli að föst búseta manns standi, t.d. vegna þess að hann hefur bækistöð í fleiri en einu sveitarfélagi, skal hann eiga lögheimili þar sem hann dvelst meiri hluta árs. Dveljist hann ekki meiri hluta árs í neinu sveitarfélagi skal hann eiga lögheimili þar sem hann stundar aðalatvinnu sína enda hafi hann þar bækistöð. Það telst aðalatvinna í þessu sambandi sem gefur tvo þriðju hluta af árstekjum manns eða meira.
Alþingismanni er heimilt að eiga áfram lögheimili í því sveitarfélagi þar sem hann hafði fasta búsetu áður en hann varð þingmaður. Sama gildir um ráðherra. Þarna má setja þó nokkur spurningarmerki.Þar til næst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já granni minn, það er ýmislegt skemmtilegt að sjá, nenni maður að lesa lög og reglugerðir.  En hvernig fer þegar við fáum Evrópusambands bunkann, fallast manni hendur eða fær maður víðátubrjálæði?

Hrólfur Þ Hraundal, 20.4.2013 kl. 08:07

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ertu þá að segja það að ég eigi að hafa lögheimili hjá nágrannakonunni.Neeeeeeei?

Jósef Smári Ásmundsson, 20.4.2013 kl. 09:27

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Nei, nei það er hættulegt herra kl 09.27 að gjóa augum út fyrir lóðarmörk. .  En það hefði ábyggilega verið fróðlegt að vera granni frú Thatcher,  því hún vissi alltaf hvað hún meinti og sagi það umbúðalaust.

Það er öðruvísi með þessa ESB frauð kerlingu þarna í Þýskalandi sem eingin veit hvern hún ætlar að láta drepast eða lifa.   

  

Hrólfur Þ Hraundal, 20.4.2013 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband