Búferlaflutningar.

Að sögn Gunnars Sigurðssonar, forstjóra Baugs, er verið að laga starfsemi Baugs Group að breyttum aðstæðum. Stærstur hluti eigna félagsins sé í Bretlandi en engar eignir á Íslandi. Baugur hafi tilkynnt sumarið 2008 að starfsemin yrði færð frá Íslandi. Baugur Group rekur verslanir í Bretlandi og Danmörku.

Engar eignir á Íslandi?  OK! En hvað með skuldir?

Hvernig er hægt að eignast villu í dýrasta hverfi New York borgar fyrir litla þrjá milljarða og já, hvað kostaði snekkjan?

Vill einhver lesandinn vera svo vænn að leiðbeina mér í þessum málum?

Þannig er mál með vexti að ég hef fullan hug á að eignast sumarbústað, bara kríli, ekki yfir tvö hundruð fermetra, (lóðarplássið er ekki mikið ), en sem öryrki í íslenska velferðarþjóðfélaginu á ég ekki bót fyrir boruna á mér. Vonast eftir góðum ráðum.

Þar til næst.


mbl.is Baugur lokar skrifstofu á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Það á að handtaka þetta lið, og rannsaka ofan í kjölinn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.2.2009 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband