Hægan nú góði, í umboði hvers?

Íslenska þjóðin á fullan rétt á því að taka ákvörðun um jafn mikilvægt mál og inngöngu í ESB.

Það er engin töfralausn .

Degi drengnum vil ég eindregið ráða frá að fara nú alveg fram úr sér í sigurvímunni og gerast of stóryrtur.

Þar til næst.


mbl.is Dagur nýr varaformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Varaformannsembættir var ekki mikils virði í tíð Ingibjargar Sólrúnar. Ágúst Ólafur þurfti að sanna tilvist sína með mynd frá Þingvöllum, svo einhver tryði því að hann hafi verið með í stjórnarmyndunarviðræðunum 2007.

Það á eftir að koma í ljós hvort Jóhanna sinnir þessum strák. Það ber nokkuð á milli hvað pólitískan bakgrunn varðar.

Ragnhildur Kolka, 28.3.2009 kl. 18:35

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Veldur hver á heldur

Kristbjörn Árnason, 28.3.2009 kl. 21:25

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Auðvitað á að vera þjóðaratkvæðagreiðsla en ég óska Degi þó til hamingju með kjörið.

Hilmar Gunnlaugsson, 29.3.2009 kl. 00:08

4 identicon

Ef flokkur hefur þá yfirlýstu stefnu að reyna að hefja umræður um inngöngu í ESB þegar þeir ganga til kosninga og fólk kýs þá, þá eru þeir að því í umboði sinna kjósenda er það ekki?

Skil ekki svona þvælu eins og þú berð hér á borð

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 15:48

5 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Samfylkingin kemur EKKI til með að ná hreinum meirihluta í næstu kosningum svo það er tómt mál að tala um að sækja um í ESB "strax að loknum kosningum". Það þarf að nást samkomulag við væntanlegan samstarfsflokk sem, eins og allt bendir til á þessari stundu, verða Vinstri Grænir. Það ber reyndar það langt í milli þessara flokka að fyrsta skrefið er að koma sér saman um stefnuskrá sem eðlilega tekur sinn tíma.

Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 29.3.2009 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband