"Við höfum ekkert að fela!!!"

Eftir allt sem á undan er gengið á ég ákaflega erfitt með að trúa þessu .

Hreint út sagt, ég trúi ekki einu orði.

Ekki einu einasta orði.

Er þetta síðasta hálmstráið hjá Sjálfstæðisflokknum, nú tveimur vikum fyrir kosningar?

Sorry guys, þetta kemur alltof seint og þar fyrir utan virkar öll uppsetning málsins einstaklega kjánaleg.

Hafa ber í huga að við sem göngum til kosninga þ. tuttugasta og fimmta næstkomandi erum, burtséð frá því að vera ágætum gáfum gædd, hundleið á því að láta draga okkur á asnaeyrunum endalaust.

Ég get að vísu eingöngu talað fyrir sjálfan mig en Sjálfstæðisflokkinn kýs ég aldrei meir.

Nú vitið þið það!

Þar til næst.

 


mbl.is Söfnuðu fé fyrir flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Farið hefur fé betra"

Gusta (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 18:28

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Eru þau súr?

Þráinn Jökull Elísson, 11.4.2009 kl. 18:45

3 identicon

Eftir maraþonfundi í Valhöll í dymbilviku hefði maður getað búist við betri bræðingi.

Kolla (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 19:37

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvað áttu svona erfitt með að trúa. Að þessir öðlingar safni fé fyrir flokkinn sinn, að upphæðin hafi ekki verið hærri eða að eyrun á þér séu ekki lengri?

Mundu að árið 2006 voru 30 millur aðeins klink. Þetta er 10x minna en Baugur var tilbúin að borga Davíð og hann blés á það. Áttu þessar 30 millur að kaupa heilan þingflokk og borgarstjórnarflokk?

Come on, Jökull, tókstu ekki eftir að það voru sex-menningarnir í Sjálfstæðisflokknum sem stóðu í lappirnar gegn FL í REI málinu. Þá var það Framsókn, Frjálslyndir, VG og Samfylking sem ætluðu að færa FL-Group fjöregg Reykjavíkur á silfur fati. Hvað áttu þau að fá fyrir sinn snúð eða unnu þau upp á krít?

Þú þarft að hugsa þetta upp á nýtt.

Ragnhildur Kolka, 11.4.2009 kl. 19:39

5 identicon

Ragnhildur; þú snýrð sannleikanum á haus í REI-málinu. Fyrst þig brestur svona minni, skal  ég með ánægju rifja upp fyrir þér að SjálfstæðisFLokkur og Framsókn voru í meirihluta í borginni þegar REI-gjörninurinn stóð yfir.

Bjarni Ármanns mætti til heim til Villa að ganga frá "smáatriðum". Það voru svo Svandís Svavars (VG) og Elsa (SF) sem neituðu að skrifa upp á þennan samning. Þær fengu bágt fyrir hjá Sjálfstæðismönnum fyrir "þvergirðingsháttinn". Þegar málið kom fyrir alþjóð varð það vandræðalegt fyrir SjálfstæðisFLokkinn og hann dró í land.

Kolla (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 20:18

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Kolla mín, viltu ekki skoða gögnin þín aftur. Svandís stóð með sex-menningunum en Sigrún Elsa Smáradóttir greiddi atkvæði með REI-gjörningnum.

Trio con mezzo var stofnað til að láta gjörninginn ganga upp. Björn Ingi rauf samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn svo það mætti verða. En á þeim bæ var aldrei nein samstaða um annað en völd og því gekk slaufan ekki upp.

En svo þú velkist ekki í vafa um hlut Sigrúnar Elsu í REI-ævintýrirnu þá er hér smá klippa úr grein sem hún skrifaði í Morgunblaðið ásamt samflokksmanni sínum Degi B. Eggertssyni. Greinin birtist 4 dögum áður en meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsókn féll:

"samruni REI og GGE getur þrátt fyrir allt verið skref í rétta átt í útrás íslenskra orkufyrirtækja. Ekki leikur vafi á því að sameinað fyrirtæki stendur sterkar að vígi í verkefnum sínum erlendis en fyrirtækin sitt í hvoru lagi. Annað sem er ánægjulegt við þennan samrunasamning er að viðskiptavild og orðspor Orkuveitu Reykjavíkur er metið í samningnum á 10 milljarða. Þessir 10 milljarðar eru þannig metnir til viðbótar við framlag OR í peningum og efnislegum eignum, meðan aðrir eignast sinn eignarhlut í félaginu með því að leggja eignir og peninga inn í félagið. Í samningnum um samrunann er Orkuveita Reykjavíkur því að njóta þeirrar þekkingar og reynslu sem orðið hefur til í fyrirtækinu og íslenska orkuútrásin byggist á.“ (feitletrunin er mín)

Það er ekki beinlínis að sjá að Sigrún Elsa hafi verið í einhverjum björgunarleiðangri fyrir hönd Reykvíkinga. Hún var að vinna fyrir útrásarráðherrann, Össur Skarphéðinsson, við að koma REI í hendurnar á FL-víkingunum.

Ragnhildur Kolka, 11.4.2009 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband