Allt komið fram?

Úr því að fyrrverandi formaður flokksins hefur stigið  fram og axlað ábyrgð á því að hafa veitt styrkjunum viðtöku, af hverju var þá þessi feluleikur fyrstu dagana eftir að upplýsingarnar römbuðu inn á borð fjölmiðlana?

Voru menn kannski að leita sér að blóraböggli eða jafnvel að búa til einhverja þriðja flokks skáldsögu ( sem enginn trúir ) til að klóra yfir úrganginn úr sér?

Þið Sjálfstæðismenn hafið glatað trausti þjóðarinnar og það skiptir engu hversu kokhraustir þið reynið að vera, það líður á löngu þar til þið öðlist það að nýju.

Atkvæðinu mínu hafið þið tapað fyrir lífstíð.

Þar til næst.


mbl.is Allt komið fram sem máli skiptir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þar sem leynilegar kosningar fara fram hefur hver maður rétt til að ráðstafa sínu atkvæði að vild. Þú þar með talinn.

Ég vona bara að þú sért búinn að tryggja þig inn á námskeið í sokkaþæfingum og grasaseiðagerð, því það verða helstu atvinnugreinar sem VG býður upp á. Samfylkingin býður þér að gerast gólfmotta fyrir ESB, þ.e.a.s.  milli þess sem Össur uppgötvar "stórkostlegustu gróðafyrirtæki allra tíma" sem hvergi fyrirfinnast nema í hans eigin höfði.

 Nú svo gætir þú lært að berja pönnur. Þitt er valið.

Gleðilega Páska.

Ragnhildur Kolka, 12.4.2009 kl. 09:23

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ragnhildur mín kæra. Ég næ engu samhengi milli leynilegra kosninga og ofurstyrkja.Ég hjó líka eftir því að þú minnist ekki á Framsóknarflokkinn. Hann er jú enn til- eða??? Bestu kveðjur og svo síðbúin páskakveðja.

Þráinn Jökull Elísson, 14.4.2009 kl. 10:08

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Það verður þá svo að vera, kæri Þráinn. Við búum í frjálsu landi og þér er frjálst að ráðstafa þínu atkvæði að vild. Ég vona bara að þú látir svo lítið að mæta á kjörstað, því kosningarétturinn er nefnilega ekki eins sjálfsagður og við viljum stundum halda. Víða um heim eru kosningar, hvað þá frjálsar kosningar, eitthvað svo óskaplega fjarlægt.

Ég get alveg tekið undir með þér að það er gersamlega fáránlegt hvernig flokkarnir beinlínis ofveiddu á styrkjamiðunum árið áður en "kvótinn" var settur á. Og þó Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið "aflahæztur" þá breytir það ekki því að það voru fleiri á veiðum. 30 milljónir er skaðvænlega mikið fé, en það eru 5 milljónir svo sem líka... jafnvel 1 milljón.

Margir sem nú hrópa hátt um "mútuþægni" sjáfstæðismanna þáðu nefnilega mútur sjálfir. Þetta er ekki bara spurning um hve háar upphæðirnar voru heldur hversu viljugir menn (karlar og konur) voru að þiggja þær.

Það þarf svo ekki að koma neinum á óvart að ég ætla að veita Sjálfstæðisflokknum atkvæði mitt í komandi kosningum. Samfylkingin er ómerkilegur spunaflokkur, sem aðeins siglir þangað sem vindurinn blæs henni... algerlega ótrúverðug. Framsókn er lítið skárri og VG eru einfaldlega ekki fólk til að taka á þeim vandamálum sem nú blasa við. Girðingavinna á hálendinu verður ekki undirstöðuatvinnugrein til frambúðar.

Mig óar hins vegar við því að nú á að taka upp sumarkennslu í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Ég held að við höfum ekkert við fleiri hag- og viðskiptafræðinga að gera. Ef einhverjir komu okkur á hausinn með óábyrgri peningaleikfimi og ef einhverjir hefðu átt að gera sér grein fyrir hættunni þá eru það þessir háskólamenntuðu peningamenn (karlar og konur).

Emil Örn Kristjánsson, 14.4.2009 kl. 11:13

4 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Takk fyrir góða grein Emil. Það er því miður svo að spillingin teygir sig víða. Ef vel er að gáð þá er ég ansi smeykur um að  ENGINN stjórnmálaflokkur sé undanskilinn. Mér kemur í hug kosningarnar hjá frændum okkar og vinum Færeyingunum á síðasta áratug þegar þjóðin sýndi vanþóknun sína á aðgerðum eða öllu heldur aðgerðarleysi stjórnmálamanna sinna með þeim afleiðingum að fjórtán manns duttu út af þingi, í staðinn kom inn ungt og heiðarlegt  fólk sem sýndi dug sinn í verki. Já, það var líka spilling í Færeyjum.

Í dag mættum við líta til þeirra og læra af þeim, þó svo þeir líti enn á okkur sem "stóra bróður." Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 14.4.2009 kl. 12:25

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú spyrð um afstöðu mína til Framsóknaflokks. Framsókn framdi pólitískt Hara-kiri í vetur. Á bylgju krafna um endurnýjun kusu þeir sér formann með ákveðinn stjörnuljóma, en enga reynslu í pólitík. Vinstri vængur flokksins ákvað að styðja minnihlutastjórn og það kom í  hlut nýs formanns að setja fram og semja um skilyrði flokksins fyrir þeim stuðningi. Reynsluleysi formannsins var augljóst gagnvart gömlu stjórnmálarefunum. Allir samningar voru hunsaðir og þegar Framsókn reyndi að rétta hlut sinn með biðleik gagnvart seðlabankafrumvarpinu fór rógsmaskína SF og VG í gang. Framsókn rann á rassinn og má þakka fyrir ef þeir ná inn á þing í þessari atrennu.

Lærdómurinn sem af þessu má draga er að endurnýjun endurnýjunarinnar vegna er feigðarflan. Framsókn sýpur nú seiðið af nýjungagirni sinn. Þeir hefðu betur haldið sig við fífilbrekku hugmyndafræðina. 

Þú ákveður sjálfur hvað þú kýst, Jökull, en pólitísk afstaða byggir á því að finna sér stjórnmálaafl sem kemur næst eigin afstöðu til lífsins og tilverunnar. Tilfinningalegt uppnám getur orsakað hökt í vélinni, en góður vélstjóri á að geta kippt því í lag. Mér finnst Bjarni Benediktsson hafa vaxið við mótlætið sem flokkurinn hefur mætt síðan hann tók við og er þar mikill munur ef maður ber hann saman við nýkosinn formann Framsóknarflokksins.

Ragnhildur Kolka, 15.4.2009 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband