Að hlæja? Að gráta?

 

Heimildin til að frysta eigur "útrásarvíkinganna" hefur verið til í ómunatíð.

Hvað er þá verið að babbla núna?

Hvað með kúlulánþegana sem enn sitja í bönkum og enn halda um stjórnvölinn?

Hvað með þá sem enn sitja á þingi?

Hvernig væri að stjórnvöld reyndu að hunskast til að vakna af Þyrnirósarsvefninum, brettu upp ermarnar og færu að gera eitthvað róttækt í stað þess að mata okkur óbreyttan almúgann á einhverju innihaldslausu kjaftæði?

Hverjum er verið að hlífa?

Hvað er verið að fela?

Hvenær getum við Íslendingar gengið á erlendri grund án þess að þurfa skammast okkar fyrir þjóðernið?

Það er jú enn skellihlegið að okkur hvert sem við förum.

Í öllum siðmenntuðum löndum væri löngu búið að setja fjárglæframennina á bak við lás og slá.

En hérlendis?

Nei og nei.

Íslenska refsilöggjöfin er greinilega hönnuð til þess að dæma skinkuþjófa.

Það koma þær stundir að ég sárskammast mín fyrir þjóðerni mitt.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Heimild til að kyrrsetja eignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rólegur.  Árni Páll Armani, félagsmálaráðherra,  er að fara að klófesta glæpamenn úr röðum öryrkja og atvinnulausra. 

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband