Þó fyrr hefði verið.

 

Tíu vikna baráttu er loksins lokið.

Ég er feginn því að þessu máli sé lokið en um leið svíður mig sáran að þurfa taka á mig skuldabagga sem eingöngu skrifast á fámennan hóp fjárglæframanna sem, enn þann dag í dag, velta sér upp úr vellystingum erlendis og gefa okkur langt nef.

Núverandi ríkisstjórn er ekki öfundsverð af þeirri stöðu sem hún er í, að taka við gjaldþrota búi og reyna að klóra í bakkann.

Ég efast um að stjórnarandstaðan hefði getað gert betur.

Þó ég sé á öndverðum meiði við það sem ríkisstjórnin hefur verið að gera þá blöskraði mér þegar formaður Framsóknarfl. sté í ræðustól í morgun og fór mikinn.

Drengstaulinn ætti að líta sér nær og kynna sér fortíð flokksfélaga sinna.

Hvuddnin var það annars með Finn Ingólfsson og aflestrarmælana?

Stundum fer fólki best að þegja.

Eftir að hafa heyrt Steingrím J. lýsa því yfir að í undirbúningi væri málssókn á hendur þeim sem leitt hafa okkur í þessar ógöngur er ekki laust við að ég fyllist smá bjartsýni.

Skyldu pappírstætararnir hafa brunnið yfir?

En, án gamans, með einn færasta rannsóknardómara Evrópu, Evu Joly, á bak við okkur þá hef ég fulla trú á því að árangur eigi eftir að nást.

Skyldi jörðin ekki vera farin að volgna undir fótum einhverra?

Þrátt fyrir að mér finnist alltof seint af stað farið þá hef ég fulla trú á þessum aðgerðum ríkisstjórnarinnar.

Nú er nóg komið að sinni.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband