Að hengja eða skjóta.

Þá er það komið á hreint. Ef við mökkum ekki rétt þá bíður okkar ekkert annað en eymd og volæði.

Breska ljónið hefur opnað sinn tannlausa kjaft, rétt einu sinni enn, enda hafa Bretar alltaf verið þekktir fyrir að níðast á þeim sem minna mega sín.

Samanber flestöll Afríkuríkin.

Hvað Hollendinga snertir, svo vitnað sé í gamla þjóðsögu, þá vildi ég að strákfíflið Jan hefði látið vera að troða puttanum í sprunguna í flóðvarnargarðinum á sínum tíma.

Þá hefði farið minna fyrir "Flatlendingum" í dag og eins og gefur að skilja, enn minna fyrir Hollandi.

En nú er semsagt búið að stilla okkur upp við vegg.

Gott og vel. Því fyrr sem Icesave málið er úr sögunni, því fyrr getum við farið að einbeita okkur að öðrum og stærri málum eins og t.d. að ná okkur niðri á þessum hryðjuverkamönnum og þar er ég með margar góðar hugmyndir.

Ekki má svo gleyma þeim landráðamönnum sem stofnuðu til Icesave reikninganna, komu landinu á hausinn og í onálag svalla suðrí Cannes og þykjast vera einhver mikilmenni.

Það verkefni er út af fyrir sig það stærsta sem við þurfum að glíma við svo kvikindin sleppi ekki með herðaklapp og kannski skilorð.

Nú er bara að bíta á jaxlinn og brýna kutana því við gætum þurft á þeim að halda innan tíðar.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband