Traust, trúverðugleiki, gagnsæi.

Þetta gætu hæglega orðið einkunnarorð Arion bankans, áður Nýja Kaupþing, áður KB banki, áður. . .  en úr því farið var að velja nafn úr grískum goðsögnum, af hverju ekki Íkarus?

Oss berast vægast sagt undarleg tíðindi úr stjórnarbúðum áðurnefnds banka. Sona almennt séð mun meginreglan í viðskiptum vera sú að selja þeim sem býður best. Það lærði ég ungur að árum, en allt er breytingum háð. Það mun augljóslega eiga við um bankaviðskipti líka þar sem stjórnendur hafa sagt að 40% eignarhlutur bankans í Högum sé ekki til sölu.

Aðspurðir hví hluturinn hefði ekki verið boðinn hæstbjóðanda vísuðu stjórnendur bankans í verklagsreglur, þar sem segir að að áframhaldandi þátttaka eigenda og stjórnenda byggist á því að þeir njóti trausts og þyki mikilvægir fyrir framtíð fyrirtækisins.

Verklagsreglur?  Traust??

Í einstaklega hjartnæmri tilkynningu frá bankanum leynast þau mörg gullkornin.

Ég veit varla hvar byrja skal.Woundering Þó er hér smá  klausa sem bókstaflega heillaði mig upp úr skónum.

"Leiðarljós bankans eru fagmennska, framsækni, umhyggja og tryggð þar sem viðskiptavinurinn er í forgrunni."

Er þetta ekki alveg magnað?  Hvaða viðskiptavin skyldi nú annars vera átt við?

Varla mig og mína líka því við erum bara óbreyttir borgarar sem berjumst við að láta enda ná saman.

Kúlulánþeginn Finnur Sveinbjörnsson talar um tímabærar breytingar, nýtt nafn stefnu og gildi og segir " Við erum á vissan hátt að segja skilið við hið gamla."

Varla gerist það með því að afskrifa  tugmilljarða skuldir Bónusfeðga og afhenda þeim svo fyrirtækin aftur á silfurfati. Álíka skynsamlegt og að hleypa ref inn í hænsnakofa.

Annars er varla hægt að tala um þá feðga sem eigendur Haga því þeir fengu jú 30 millur að láni frá Kaupþingi til að fjármagna "kaupin."

Ég fæ ekki betur séð en enn sé hjakkað í sama "gamla" farinu. Fögur orð breyta engu þar um.

Lifi hið "óspillta" Nýja Ísland og þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Hlutur í Högum ekki til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Skuggalegasta orðið er "endurkoma". Endurkoma hverra, Sigurðar og Hreiðars kanski ?

Finnur Bárðarson, 23.11.2009 kl. 16:41

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Hver veit nema þeir séu að kaupa sig inn í gegnum einhverja leppa. Ég hef trú á sérstökum saksóknara og því að hann hefur sagt að fyrstu ákærurnar verði birtar öðru hvoru megin við áramótin. Einhver besta jólagjöf sem nokkur maður getur fengið. Kveðja úr Grundarfirði.

Þráinn Jökull Elísson, 23.11.2009 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband