Færsluflokkur: Íþróttir

Landinn er samur við sig.

Stöku sinnum rekst ég á frétt sem fangar athygli mína og hér er ein sem fjallar um fyrrverandi umdæmisstjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Mósambík,sem grunaður er um hafa dregið að sér tíu milljónir króna. Að nokkur maður skuli vera svo mikill bjálfi að láta húkka sig fyrir svona skitirí er ofvaxið mínum skilningi því eins og alþjóð veit þá hafa menn stolið hundruðum milljarða, jafnvel þúsundum milljarða, og komist upp með það. Á penu máli kallast afgreiðsla slíkra mála "afskriftir.

Nóg um það að sinni því af nógu öðru er að taka.

Svo er hér önnur "djúsí" frétt þar sem upplýst er um hina raunverulegu starfsemi íslensku bankanna.

"Grunur leikur á að dótturfélög íslensku bankanna í Lúxemborg hafi falið arðgreiðslur til að raunverulegir eigendur félaganna sem fengu arðinn kæmust hjá því að greiða skatt hér á landi."

Sosum ekkert nýnæmi.

Nú er aðeins hálft ár til stefnu svo takist að endurheimta þær eignir sem út(og inn)rásarvíkingar fluttu á nafn eiginkvenna sinna ( svo við óbreyttir getum haldið áfram að borga af fjármálafyllerís víxlinum þeirra). Vonandi sofa ráðamenn ekki á verðinum.

Ég rak líka augun í frétt sem snýst um Finn Ingólfsson fyrrverandi þetta og fyrrverandi hitt!

Garmurinn skuldar þrjá komma sjö milljarða króna í gegnum fjárfestingafélag sitt. Eftir því sem næst verður komist eru engar eignir til upp í skuldina.

Samkvæmt íslenskri hefð þá sleppur Finnur með afskriftir skulda sinna.

Hvað varð af siðferðinu?

Hvarf það með Dönum árið 1944?

Það er sosum af nógu að taka þegar ég les fréttirnar. Miklu meira en nóg. Það örlar ei á gagnsæinu og heiðarleikanum sem okkur óbreyttum var lofað. Ég get reyndar tekið undir orð kúlulánþegans Finns Sveinbjörnssonar þegar ákveðið var að hygla Baugs hyskinu: Saklaus uns sekt er sönnuð.

Orð að sönnu, en þetta litla orð "siðferði" virðist ekki fyrirfinnast í tungu alltof margra Íslendinga í dag. Í siðmenntuðum löndum er þumalputtareglan sú að hafi stjórnmálamaður verið orðaður við eitt eða annað misferli stígur hinn sami til hliðar á meðan rannsókn stendur yfir.

Sennilega yrði ansi fámennt á Alþingi ef þessi óskráða regla væri virt hérlendis.

Komandi laugardag fær þjóðin að láta í ljós skoðun sína á Icesave málinu. Persónulega vildi ég svo gjarna hafa þegið tækifæri til að láta í ljós andúð mína á ESB bullinu en það verður víst að bíða betri tíma.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Ég klóra þér........

Eftir allar þær hörmungar sem á okkur Íslendingum hafa dunið, undanfarið, hefði maður ætlað að ráðamenn væru farnir að læra, af dýrkeyptri reynslu.

Það er þó huggun harmi gegn að þetta bruðl tók enda í janúarlok sl.

Vonandi! En það er því miður af nógu að taka.

Þar til næst.

 


mbl.is 9,2 milljónir í verktakagreiðslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband