Það er af sem áður var.

1332-how-ironicHvaða heilvita maður skyldi nú trúa orði af því sem frá Björgólfi jr. kemur?

Elli og örorkulífeyrisþegar?

Ég efa það stórlega. Mín fyrsta hugsun, eftir að hafa lesið "afsökunarbréfið" var að maðurinn hlyti að hafa alveg einstaklega pennafæran PR-fulltrúa. Það þarf sterkan maga til að melta allar þær "afsökunarbeiðnir" sem á okkur dynja þessa dagana sem ,ef grannt er að gáð, eru bæði hjáróma og innantómar.

Í stað þess að stíga fram og viðurkenna afbrot sín og virða svo fyrir sér útsýnið í gegnum rimla er gripið í síðasta hálmstráið. Sem mér er til efs að nokkur maður trúi.

Kannski á þessi afsökunarbeiðni, ásamt öllum öðrum, rætur sínar að rekja til ummæla Evu Joly þegar hún hvatti "útrásarvíkingana" til að stíga fram, viðurkenna yfirsjónir sínar og gerast samvinnuþýðir. Hver veit. Það myndi spara tíma, fjármuni og síðast en ekki síst, þá fyrst yrði þjóðin tilbúin að fyrirgefa. Þangað til verða þessir menn útlagar í eigin landi sem varla getur talist fýsivert.

Eftir nokkra daga verða fyrstu ákærurnar frá embætti sérstaks saksóknara lagðar fram. Það er bara byrjunin. Svo skellur holskeflan á.

Svo ég vitni í orð Evu Joly þá verður hægt að hundelta þessa menn út um allan heim og bara tímaspursmál hvar og hvenær þeir nást.

Er þá ekki skynsamlegra að ganga að samningaborðinu?

Dæmi hver fyrir sig.

Og, að lokum, megi hið nýja og óspillta Ísland lifa sem lengst.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Skilur réttláta reiði almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bachmann

Time Magazine var að birta listann yfir áhrifamesta fólk í heimi.

Ekkert sem kemur á óvart; það eru Barack og Oprah.

Svo eru þeir líka með áhrifaminnsta fólk í heimi og þar birtast nokkrir góðkunningjar, tukthúslimir og "confidence men" neðst á listanum, á eftir Lindsay Lohan.

Lindsay Lohan, Actress

Things are not good when you're suing babies.

Mark Sanford, Governor of South Carolina

Before he "hiked the Appalachian Trail" with an Argentine journalist, the still sitting governor of South Carolina was a top contender for the 2012 Republican presidential nomination. Now he's going to enter the private sector. A sector so private, a man can go on a fake hiking trip alone and no one will care.

Björgólfur Gudmundsson

Former owner and chairman of the Icelandic bank Landsbanki

Iceland's second billionaire ever — the first was his son, Thor Björgólfsson (in Iceland, your last name is just your dad's first name plus either -sson or -dottir) — he went from being worth $1.1 billion to $0. And he's being investigated. And he destroyed his country's economy. And Gordon Brown used antiterrorist laws to freeze Landsbanki's U.K. holdings. And he named his bank Landsbanki. The British hate him more than they hate his country's volcanoes.

Jón Ásgeir Jóhannesson, Icelandic businessman

When you're a good-looking dude who sells clothing, you have to really screw up to have people protest in the streets against you. And for your ex-mistress to talk about your sex life during an accounting trial. Anyway, no one is lending him money now. Not even in kronur.

Hreidar Már Sigurdsson

Former head of the failed Icelandic band Kaupthing

I kind of went down a Wikipedia hole with the Icelandic financial crisis.

Bernie Madoff, Wall Street fraudster, prisoner No. 61727-054

Prisoners won't even invest their cigarettes with him.

Greece, European country

Hairy-chested, aggressive with women, charmingly backward — you briefly charmed us with that big, fat wedding. Then you spent so much more money than you made, you forced the E.U. to bail you out. It will be a long time before we watch a movie about you again.

Jack Abramoff, Lobbyist

He is in prison only until December, so it's got to be hard organizing long-term sports gambling there.

Dick Fuld, The last CEO of Lehman Brothers ever

That has to be hard to explain on a résumé.

Þórdís Bachmann, 1.5.2010 kl. 00:55

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll þið tvö Þráinn og Þórdís,

Ekki eru það glæsileg ummæli sem Time Magazine birtir um fyrrum "milljarða" mæringa útrásar.

Maður svona veltir því fyrir sér, hvort einhvert öfl, önnur en náttúruöflin, geti hugsanlega hafa valdið einni þjóð, jafnmiklum skaða og skömm og jafn stuttum tíma í mannkynssögunni og þessar ofangreindu "hetjur".

Ég lái engum að trúa hvorki né treysta orðum þessara kóna um langa framtíð, því ekki geri ég það.

Mun fylgjast grant með, framkvæmd iðrunar þessara manna næstu tugir ára, eða svo lengi sem "lífsandinn höktir í nösinni á mér".

Jenný Stefanía Jensdóttir, 1.5.2010 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband