Þegar litið er til baka...

...þá er í rauninni fátt sem stendur uppúr.

Nema þá helst þessi eilífa togstreita sem virðist vera viðloðandi stjórnarflokka okkar.

Nú er verslað með embætti. Sem er reyndar engin nýlunda því slíkt hefur viðgengist frá upphafi lýðveldisins.

Að vísu  hefur staðan breyst frá því að Halldór Sigurðsson reisti sér þann minnisvarða að byggja "Halldóru", brúna sem tók af rúntinn fyrir Borgarfjarðarbotn og hefur án efa margborgað sig.

Í dag, á tímum kreppu og blankheita keppast núverandi stjórnarliðar við að reisa sér minnisvarða.

Ögmundur vill nýtt öryggisfangelsi. Sem kemur til með að kosta tvo komma fjóra milljarða. Gott og vel.Slíkar umræður hafa verið í gangi frá miðjum sjöunda áratugnum.

En er nauðsynlegt að ráðast í slíkar framkvæmdir nú ??

Til er nóg af húsnæði sem mætti nýta, fyrirbils, í stað þess að æða áfram og steypa okkur í enn stjórnlausari skuldir.

Nú skal komið að hugmyndum háttvirts forsætisráðherra okkar sem, burtséð frá ESB kjaftæðinu sem   hefur  kostað okkur á annað hundrað milljónir (á sama tíma og skorið er niður, inn að beini í heilbrigðisþjónustunni).

Nú skal byggja. Stórt skal það vera. Flott skal það vera.

Sjúkrahús skal það vera.

Fáránleikinn er þvílíkt yfirgengilegur að ég velti fyrir mér hvort ekki sé kominn tíminn á "retirement" á viðkomandi.

Að gjörbylta öllu 101 hverfinu til þess að byggja og byggja meira er að mínu mati út úr kortinu.

Flogið hafa fyrir tölur upp á 50 (fimmtíu) milljarða sem, NB. ekki eru til. Burtséð frá þeirri staðreynd þá sýna allar fjárhagsáætlanir Lsp. framúrakstur uppá 20 %.

Minnisvarðinn eftir mannskapinn kemur til með að verða aukinn skuldabaggi sem samkvæmt hefðinni lendir á herðum þeirra sem minnst mega sín.

Þá er betur heima setið.

Blessi ykkur öll á þessum versnandi tímum og þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband