Nei, ég er ekki hættur....

...að rífa kjaft hér á blogginu.

Ég hef bara verið lasinn.

Ákvað á endanum að halda í líftóruna þó svo væri ekki til annars en að halda áfram að hrella fólk hér á netinu :)Tounge

Sem lýsir innræti mínu ákaflega vel.

Það er svo langt síðan ég var hér að ég veit varla hvar skal byrja. Því af nógu er að taka. Mér kemur reyndar í hug innanhússdansinn sem Framsóknarfylkingarnar báðar stíga.

"Eitt til vinstri, tvö til hægri, tvö til hægri, eitt til vinstri...

Svo fokkast Noregsfarinn eins og fjandans jójó.

Svo fæddist maður inn í þetta.

En...eins og gefur að skilja þá var það ekki mín sök.

Enda löngu búinn að stimpla mig út.

Ekki tekur betra við hinum megin þar sem háttvirtur Engeyjarpjakkurinn rífur kjaft og eys drullunni yfir stjórnarliða og blammerar þá sökum niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu.

Hann gleymir reyndar að minnast á 50% niðurskurð innan heilbrigðiskerfisins 2002 þegar hans fólk reyndi að stýra skútunni.

En...það eru kosningar framundan þannig að hanaslagurinn er byrjaður.

Ég bíð í ofvæni, loksins fer eitthvað að gerast. Mig klæjar í lófana því nú fæ ég tækifærið, að viðra skrifhæfileika mína þegar ég fer að lýsa leðjuslagnum Wink

Ef ekki væri fyrir pólitíkina væri ansi dauft hér á fb.

En nú slæ ég botninn í þetta, var bara að vara ykkur við.

Þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Gott hjá þér að minnast á niðurskurðinn í heilbrigðiskerfinu. Það er alls ekki bara núverandi ríkisstjórn sem átti þátt í því. Mestur niðurskurður var áður en hún tók við.

Úrsúla Jünemann, 2.10.2012 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband