Útópía bíđur okkar...

...ef stađiđ verđur viđ brot af ţeim gyllibođum sem á okkur dynja nú í ađdraganda kosninga.

Okkur hefur veriđ lofađ skattalćkkun, án ţess ađ gerđ sé grein fyrir tekjumissi ađţrengds ríkissjóđs, sem slíkt hefđi í för međ sér.

Okkur hafa veriđ bođnar leiđréttingar á skuldum heimilanna og ţá talađ um 20 %, sem lauslega reiknađ myndu kosta um 260 milljarđa.

Talađ er um upptöku eigna "vogunarsjóđa" en ekki er minnst á ađ međal annarra sem keyptu hlutabréf í íslensku bönkunum í "góđćrinu" eru danskir lífeyrissjóđir.

Sem varla geta talist til vogunarsjóđa.

Ég minni á ţá dapurlegu stađreynd ađ viđ erum blönk.

Skítblönk.

Sem ég skrifa á reikning ţeirrar ríkisstjórnar sem féll eftir búsáhaldabyltinguna.

"Guđ blessi Ísland"

Um helmingur allra íbúđalána er hjá Íbúđalánasjóđi, hinn helmingurinn hjá lífeyrissjóđum og bönkum.

Ekki er hćgt ađ lćkka lán í eigu lífeyrissjóđa og banka.

Í stjórnarskránni eru ákvćđi sem banna slíka eignaupptöku.

Hvernig á svo ađ bćta Íbúđalánasjóđi upp eignaskerđingu upp á ca. 130 milljarđa ??

Međ hćrri sköttum eđa frekari lántöku ríkisins ??

Svör hafa ekki fengist.

Ţessa stundina hlusta ég á kosningaumrćđurnar á Rás 2...og blöskrar.

Mér blöskrar ađ heyra margt af ţví sem fólk í frambođi lćtur út úr sér.

Mér blöskrar ađ hugsa til ţess ađ á morgun, ţegar viđ göngum til kosninga, eru býsna margir sem, samkvćmt skođanakönnunum, vilja kalla yfir sig ţá óstjórn sem kom okkur í ţá kreppu sem börnin og jafnvel barnabörnin okkar koma til međ ađ súpa seyđiđ af.

Ćtlum viđ aldrei ađ lćra ??

Í lokin vil ég vitna í ţann mćta mann Jón Magnússon lögmann ţar sem hann segir:

"Nú er kosningabaráttunni ađ ljúka og frambođsflokkarnir búnir ađ lofa millifćrslum og framkvćmdum fyrir mörg hundruđ milljarđa úr galtómum ofurskuldugum ríkissjóđi".

Í ţeirri veiku von ađ fólk láti ekki glepjast af innantómum loforđum ţegar í kjörklefann er komiđ óska ég ykkur góđrar nćtur.

Ţar til nćst.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband