Fjölmiðlar um allan heim fjalla um endurfjármögnun bankanna.

 

Íslensku bankarnir eru að rísa eins og Fönix úr öskunni," sagði viðskiptasjónvarpsstöðin CNBC, í inngangi að viðtali við Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, um endurfjármögnun íslensku bankanna. Fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um málið.

Það er fjallað um endurfjármögnun íslensku bankanna frá Suðureyri til Shanghai.

Já, það má segja að stóri bróðir hafi auga með okkur.

Það kæmi mér ekki á óvart þó fjölmiðlar um allan heim fylgdust grannt með störfum sérstaks (sérstakra ) saksóknara líka.

Svo ekki sé minnst á aðkomu Evu Joly, einum virtasta og þekktasta rannsóknardómara Evrópu, að þeim málum.

Nú dugir engin frændapólitík til að bjarga þeim hausum sem eftir eiga að fjúka.

Slíkt færi jú á stundinni í heimspressuna.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband