Skyldi hann svelta garmurinn?

 

Björgólfur Guðmundsson hefur, í gegnum talsmann sinn, sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi í dag fallist á beiðni hans um að bú hans verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður hans, sendi frá sér yfirlýsingu þessa efnis í dag og kemur hér brot úr henni.

"Héraðsdómur Reykjavíkur hefur í dag fallist á beiðni Björgólfs Guðmundssonar um að bú hans verði tekið til gjaldþrotaskipta."

Þessi frétt kemur mér í rauninni ekki á óvart.

En ég velti því fyrir mér hvað virkilega hangi á spýtunni.

Ég hef ekki trú á að Björgólfur eldri lýsi sig gjaldþrota nema einhver óheilindi séu á bak við.

Þeim feðgum hefur tekist ( sitt ætlunarverk?) að allt að því rústa íslenska samfélaginu og á meðan sofa stjórnvöld.

Björgólfur jr. ku keyra áfram í blindum hefndarhug, hvers vegna?

Skyldi það hafa eitthvað með Hafskip að gera?

Skyldi það hafa eitthvað með þennan fimm mánaða skilorðsbundna dóm sem faðir hans hlaut?

N.B. Hvítflibbakrimminn faðir hans þurfti aldrei að stíga fæti inn fyrir hliðið á Litla Hrauni, þar sem hann hefði verið best geymdur.

Og stjórnvöld sofa.

Til að kóróna nú skömmina þá kemur fram í yfirlýsingu Ásgeirs Friðgeirssonar, talsmanns Björgólfs eldri, að eignir hans sem námu um 143 milljörðum króna hafi að mestu horfið vegna yfirtöku ríkisins á hlutabréfum hans í Landsbankanum m.a.

Hvaða eignir???

Ósvífnin (og siðblindan ) þekkir greinilega engin landamæri.

Þeir feðgar fengu Landsbankann að gjöf, fengu lán hjá Kaupþingi til að fjármagna kaupin, þ. e. það litla sem þeir þurftu að borga, fóru svo fram á að fá helminginn niðurfelldan, þ. e. litla þrjá milljarða.

Og stjórnvöld sofa sínum Þyrnirósarsvefni.

Ef svo heldur fram sem hingað til þá tekur dómstóll götunnar málin í sínar hendur.

Ég hræðist þá stund.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Björgólfur gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Gjaldþrota já, og hvað með það? Það er ennþá hægt að taka kvikindið og lúberja það!

corvus corax, 1.8.2009 kl. 00:20

2 identicon

Vá hvað ég er sammála corvus! Þetta kvikindi er ábyrgur fyrir icesave framar öllum öðrum. Hann er kannski vinalegur kall enn hann var aðaleigandi og stjórnarformaður og sem slíkur hefur hann lagt línurnar með svikabrallið sem er búið að setja þjóðina á hausin og hundruðþúsunda Evrópumanna líka!

óli (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband