Mismunandi aðferðir...

 

...mismunandi árangur.

Þetta eru nú bara smáaurar miðað við þær skuldir sem íslensku "útrásarvíkingarnir" skilja eftir sig og velt er yfir á veikburða herðar hins íslenska skattgreiðanda. Það er jú til fólk hér á Fróni sem borgar skatta.

Til dæmis verkafólk, aldraðir og öryrkjar.

Svo eru til auðkýfingar eins og Bjarni Ármanns sem finnst það óábyrgt að borga skuldir sínar.

Var nokkur að tala um veruleikafirringu?

Það er bullandi ábyrgðarleysi af mér að borga skattana mína enda væri ég löngu hættur því, væru þeir ekki rifnir af örorkulífeyrinum mánaðarlega.

Fjandans ábyrgðarleysi af mér að ég skyldi ekki koma í veg fyrir bankahrunið.

Þessis glæpamenn í suðurhluta Stokkhólms eru engan veginn jafn þrautþjálfaðir og fyrirsögn fréttarinnar hljóðar.

Þeir ættu að beina athygli sinni að þeim þjóðfélagshóp hérlendis sem kann alla prettina í bókinni, og reyna þá að læra eitthvað nytsamlegt sem gæti gagnast þeim í þeirri iðju sem þeir stunda.

Þar til næst.

 

 


mbl.is Þrautþjálfaðir glæpamenn að verki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband