Lán með fyrirvörum?

 

"Norski Miðflokkurinn, einn þriggja stjórnarflokka í Noregi, hefur lagt til að Norðmenn veiti Íslendingum lán eða lánalínu upp á 2 þúsund milljarða óháð lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og þar með Icesave-deilunni, að sögn Höskuldar Þórhallssonar, þingmanns Framsóknarflokksins."

Snögg eru umskiptin hjá frændum vorum Norðmönnum ef fótur er fyrir þessari frétt.

Hefur Mbl. sannreynt hana?

Ef rétt reynist þá er þarna komin patent lausn á vandamálum okkar, þ.e. við getum vísað hinu rammpólitíska apparati AGS út í ysta hafsauga og hvað varðar Breta og Hollendinga þá geta þeir bara farið með Icesave málið fyrir dómstólana.

Ég hef fulla trú á  að niðurstaðan gæti komið okkur þægilega á óvart.

Það er að vísu eitt atriði sem ekki ber á góma í fréttinni.

Höskuldur segir málið ekki hafa fengið framgang innan norsku ríkisstjórnarinnar vegna þess að Sósíalíski vinstriflokkurinn og Verkamannaflokkurinn beri því við að ekki hafi borist formleg beiðni frá Íslendingum.

Norski fjármálaráðherrann, Kristín Halvorssen hefur oftar en ekki lýst því yfir að Ísland verði að ljúka Icesave málinu áður en til greina komi að Norðmenn láni okkur krónu. Það yrði ekki lagt á herðar norskra skattgreiðenda að borga fyrir fjármálafyllerí  hægri stjórnarinnar hérlendis.

Þarna stangast á orð fjármálaráðherra annarsvegar og Norska Miðflokksmannsins Per Olav Lundteigen hins vegar.

Tíminn leiðir vonandi í ljós hvort sannara reynist.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Vilja lána 2000 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband