Þar kom að því.

Það er ekki oft sem ég er sammála stjórnarandstöðunni en nú styð ég þau heilshugar.

Tillaga þeirra um að vísa Icesave bullinu frá Alþingi  og til ríkisstjórnar, þaðan til Evrópudómstólsins er það skynsamlegasta sem ég hef heyrt .

En mikið ósköp hefur það tekið langan tíma.

Skuldaskömmin má skrifast á tiltölulega fámennan hóp, talað er um 30 manns, sem einhverra hluta vegna hafa yfirgefið landið og rokka nú feitt erlendis.

Á hvers kostnað ?

Mér finnst ákaflega undarlegt þegar menn taka upp á því að flytja um miðja nótt, og ég velti fyrir mér hvað kunni að búa á bakvið.

Ég bíð óþreyjufullur eftir þeirri stund þegar þessir menn standa í dómssalnum. Sennilega gerist ekkert fyrr en skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis liggur fyrir þann 1. febrúar. 

Það er hægt að fela margt á þeim tíma, en nú reyni ég að vera jákvæður og trúa á gagnsæið og heiðarleikann og að "velt verði við hverju einasta sandkorni til að komast fyrir spillinguna."

Þetta er það sem okkur var lofað.

Nú reynir á efndirnar.

Og sem endranær, lifi hið óspillta og gagnsæja Nýja- Ísland.

Þar til næst.

P.S. Væri ekki tilvalið að við tækjum bankana okkur til fyrirmyndar þ. e. þeir sem skipta um nafn oftar en ég skipti um nærbrækur (er nú samt talinn snyrtilegur maður), og breytum nafninu á landinu okkar í Nýja-Ísland?

 

 

 

 


mbl.is Ísland stefnir í greiðsluþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband