13.6.2009 | 22:37
Möguleiki sem vert er að skoða.
Upplýsa þarf hvort það hafi verið þáttur í starfsemi íslenskra banka að stofna lögaðila í skattaparadísum og þá undir hvaða formerkjum og ef rétt reynist í hverra þágu slíkt hafi verið gert.
Þetta skrifa Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Ingvar J. Rögnvaldsson vararíkisskattstjóri í forystugrein í júníblaði Tíundar, fréttablaði ríkisskattstjóraembættisins.
Þeir segja það jafnframt verðugt verkefni að koma saman hópi sérfræðinga sem hefði það hlutverk eitt að hafa uppi á þeim aðilum sem hafa komið óskattlögðum tekjum undan í skjóli erlendra eignarhaldsfélaga.
Óvíst er að unnt verði að koma höndum yfir þá fjármuni sem runnið hafa framhjá skattlagningu nema með beinskeyttum og markvissum aðgerðum sem hafa þann tilgang að bjarga því sem bjargað verður.
Í upphafi forystugreinarinnar fagna Skúli og Ingvar nýjum lögum um styrkingu skattframkvæmdar.
Þeir lýsa hins vegar yfir furðu sinni á því að fulltrúar fjármálafyrirtækja hafi mætt á þingnefndarfund til þess að mæla gegn samþykkt frumvarpsins um styrkingu skattframkvæmdar.
Það er einmitt það.
Af hverju skyldu nú fulltrúar fjármálafyrirtækja leggjast gegn samþykkt frumvarpsins??
Hvað býr að baki?
Er verið að grípa til einhverra örþrifaráða í þeim tilgangi að tefja framgöngd réttvísinnar?
Það læðast að mér margar ljótar hugsanir.
Ríkisskattstjóri og vararíkisskattstjóri segja að fulltrúar fjármálafyrirtækja hafi gengið svo langt í sínum málflutningi að einn þingmannanna hafi spurt hvort andstaða þeirra við frumvarpið væri með vitund fjármálaráðuneytisins sem fer með eignarhald nýju ríkisbankanna.
Hér er jú verkefni fyrir fjármálaráðherra og reyndar fleiri að taka nú til í fjósinu.
Bent er á að í skýrslu um skattsvik frá árinu 2004 hafi áætlaðir undandregnir skattar numið 34 milljörðum króna.
Þar til næst.
![]() |
Héldu sér veislu á kostnað annarra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2009 | 22:29
Ég rakst hér á frétt...
...sem fangaði athygli mína.
" Kostnaður við Arnkötludalsveg langt fram úr áætlun."
Ljótt er ef satt er.
Kostnaður við lagningu nýja vegarins um Arnkötludal stefnir í að fara 40 til 50 prósent fram úr áætlun.
Arnkötludalsvegur er hugsaður sem framtíðarleið fyrir umferðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur og því bíða margir þess með eftirvæntingu að fá að aka þarna í gegn.
Á ýmsu hefur þó gengið.
Vegagerðin breytti legu vegarins efst í Gautsdal og flutti hann fram á fossbrún sem hafði í för með sér deilur og aukinn kostnað.
Til að bíta höfuðið af skömminni þá kom í ljós að fyllingarefni sem Vegagerðin valdi reyndist ónothæft og þurfti þar af leiðandi að fjarlægja það af löngum vegarkafla sem búið var að sturta í.
Það var og.
Í stað þeirra 660 milljóna sem tilboðið hljóðaði upp stefnir kostnaðurinn nú vel yfir milljarð og gæti endað í 1.200 milljónum, segir Ingileifur Jónsson verktaki, sem er um 50% meira en verðbætt tilboðið.
Svo ekki sé minnst á ca. 7 mán. töf.
Nú leikur mér hugur á að vita:
Hvernig er þetta mögulegt?
Er hægt að breyta legu vegar í miðjum klíðum?
Hverjar voru forsendurnar?
Er hægt að bruðla með aura okkar skattborgaranna á þennan hátt?
Það er jú alkunna að það erum við óbreyttir sem borgum brúsann.
Er ekki til neitt sem heitir eftirlit?
Getur það virkilega staðist að einhverjir óprúttnir aðilar geti vaðið í götótta vasa okkar á þennan hátt?
Getur kannski verið að það þurfi að stokka upp hjá Vegagerðinni næst?
Mér þætti ofurvænt um að fá svör við þessum spurningum mínum.
Þar til næst.
Heimildir Vísir, 12.06.09 kl 18.52
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2009 | 09:40
Sama hvaðan gott kemur.
Tillögur sjálfstæðismanna um aðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála hlutu góðar viðtökur þingmanna annarra flokka og tveggja ráðherra á Alþingi í gær ef marka má yfirlýsingar þeirra við fyrstu umræðu um þær. Sögðust þeir taka tillögunum fagnandi og einstakir sjálfstæðismenn hófu mál sitt á að þakka hlýhug sem fram kæmi í ummælunum.
Ég gleðst vegna þessara tillagna .
Sjálfsagt má að öllu finna því það er svo ríkt í okkur Íslendingum að rífa allt niður án þess að koma með eitthvað í staðinn s.br nokkrar bloggsíður sem ég hef lesið.
Þetta er spor í rétta átt og ég gleðst, ekki síst vegna þess að þessar tillögur komu frá stjórnarandstöðunni sem sýnir mér að þingmennirnir okkar eru farnir að vinna saman.
Það er óþarft að hafa fleiri orð um þetta en ég hvet okkar ágæta fólk sem situr á þingi að halda áfram á þessari braut.
Þar til næst.
![]() |
Lýstu ánægju með tillögur sjálfstæðismanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.6.2009 | 08:38
Þó fyrr hefði verið.
Starfs- og stjórnarmönnum er óheimilt að þiggja boðsferðir af viðskiptavinum, innanlands sem utan, hvort sem um er að ræða skemmtiferðir, svo sem veiðiferðir og golfferðir, eða kynnisferðir vegna einstakra fyrirtækja eða viðskiptakosta, segir í siðareglum fyrir stjórnarmenn í lífeyrissjóðum sem samdar hafa verið á vettvangi ASÍ og kynntar voru í gær.
Mér finnst samt nokkuð seint um rassinn gripið.
Þá er áhersla lögð á að sjóðir taki ekki þátt í fjárfestingum sem orka tvímælis út frá almennum siðferðisreglum og lagt er til að stofnuð verði sérstök siðanefnd lífeyrissjóðanna á vettvangi Landssambands lífeyrissjóða og jafnframt hafa verið mótaðar hugmyndir að reglum um samfélagslega ábyrgar fjárfestingar lífeyrissjóðanna.
Ég hjó eftir þessu : ...lagt er til að stofnuð verði sérstök siðanefnd...
Drottinn minn dýri, þetta er tuttugasta og fyrsta öldin, hafa menn sofið einhverjum Þyrnirósarsvefni áratugum saman?
Þyrnirós ku jú hafa sofið í heila öld.
Það virðist einkenna okkur Íslendinga að vakna ekki fyrr en allt er komið í bleyjuna.
Það sem framkvæmt er núna hefur verið við lýði áratugum saman hjá nágrannaþjóðunum.
Engin furða þó hlegið sé að okkur út um allan heim.
Ég skammast mín þegar erlendir vinir mínir inna mig eftir fréttum ( ég bjó erlendis árum saman ) og ég get engu svarað.
Þar til næst.
![]() |
„Óheimilt að þiggja eða sækjast eftir gjöfum“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2009 | 04:47
Nú er nóg komið.
Þessar fréttir eru vægast skelfilegar, ef réttar eru, sem ég efast ekki hið minnsta um.
Fréttaskýring: Baugur kominn í þrot í mars 2008 og Kaupþing vissi af því!
Stjórnendur íslensku bankanna, sjóðsstjórar og yfirmenn lífeyrissjóða vissu að Baugur var kominn í greiðsluþrot í mars í fyrra og að önnur stór eignarhaldsfélög væru í reynd gjaldþrota líka.
Ég er kominn á þá skoðun,Nota Bene sem mér leyfist jú að hafa, að ítalska Mafían sé eins og kórdrengir samanborið við þá ofurlaunamenn sem bera ábyrgð á þessum óförum sem dynja á okkur daglega.
HVAR ER ÁBYRGÐIN NÚ?
Það kæmi mér ekki á óvart þó hér væri dágóður hópur fólks sem vill Evu Joly á brott.
Ég skammast mín fyrir þjóðerni mitt í dag!
Eva Joly leysti svo hressilega frá skjóðunni með þeim afleiðingum að þjóðin titraði og að sjálfsögðu fóru fréttirnar í heimspressuna einu sinni enn.
Ein niðurlægingin í viðbót.
Er ekki kominn tími til að stækka Kvíabryggju aftur?
Litla Hraun er sennilega ekki nógu flott fyrir þessa hvítlibbamenn.
Ég vona að þrátt fyrir allt takist mér að herða upp hugann og pilla mig aftur til Færeyja en þó vel verði tekið á móti mér hafa Færeyingar gálgahúmorinn í lagi.
Þar til næst.
![]() |
Baugur kominn í þrot í mars 2008 og Kaupþing vissi af því |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 16.6.2009 kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2009 | 23:35
Það var löngu tímabært...
...að þrífa fjósið.
Í það minnsta að moka flórinn.
Það kæmi mér ekki á óvart þó einhverjir hefðu farið á límingunum í gærkvöldi þegar Eva Joly lét stjórnvöld hafa það óþvegið með þeim afleiðingum að skjálfti fór um samfélagið.
Seinagangur stjórnvalda er til háborinnar skammar og ég spyr mig aftur og enn, hverjum er verið að hlífa og hvað er það sem ekki má koma fram í dagsljósið?
Ef ekki verður brugðist við -og það strax- þá kemur skömmin til með að fylgja okkur um ókomna framtíð, hvert sem við förum.
Eva Joly hefur krafist þess að Valtýr Sigurðsson víki alfarið sem ríkissaksóknari en hann sér ekki ástæðu til þess.
Þabbara það.
Ráðherra ætlar að ræða við Valtý og freista þess að leysa málið en segist ekki hafa vald til að víkja honum frá.
Hvað með lagabreytingu?
Hún útilokar þó ekki að svo geti farið að það mætist einfaldlega stálin stinn.
Ég bíð óþreyjufullur.
Vonandi er þetta bara byrjunin á tiltektinni sem löngu var þörf á og að fleiri hausar fái að fjúka.
Sterkur leikur hjá Evu að koma fram fyrir alþjóð og leggja spilin á borðið, gerir sér örugglega fulla grein fyrir þeim gríðarmikla stuðningi sem hún nýtur meðal landsmanna, sem hefur að öllum líkindum aukist til muna eftir Kastljóssviðtalið, því maður á ekki að venjast slíkri hreinskilni og þvílíkum heiðarleika.
Vonandi taka einhverjir Íslendingar hana sér til fyrirmyndar í þeim málum.
Svo er nú þetta með dínamítkassann, ríkisrannsóknari já og fleiri, ættu ekki að leika sér að eldi nálægt henni.
Þar til næst.
![]() |
Eva Joly er dínamítkassi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.6.2009 | 20:49
Réttindi ríkisstarfsmanna og annarra.
Baldur Guðlaugsson og Bolli Þór Bollason, sem áður voru ráðuneytisstjórar í fjármála- og forsætisráðuneytinu, neituðu að hætta störfum af sjálfsdáðum eftir að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók við völdum nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Hver skyldu þau skilyrði hafa verið?
Eftir að forystumenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna höfðu lagst yfir málið, og m.a. farið yfir réttarstöðu Baldurs og Bolla Þórs, var ákveðið að færa þá um set frekar en að greiða þeim full laun í takt við samningsbundin réttindi þeirra.
Hversu mikið skyldu laun þeirra hafa lækkað við þessar tilfærslur?
Sérstaklega höfðu forystumenn stjórnarflokkanna áhyggjur af því að umdeild viðskipti Baldurs með hlutabréf í Landsbankanum, 17. september í fyrra, væru til þess fallinn að rýra traust á stjórnkerfinu.
Þeir höfðu ríka ástæðu til. Fólk hefur enga ofurtrú á stjórnkerfinu í dag.
Það liggur ljóst fyrir að Baldri tókst að selja öll bréfin sín í Landsbankanum korteri fyrir hrun, eftir að hafa fundað með Landsbankamönnum um stöðu mála svo einhverjar upplýsingar hefur maðurinn haft.
Þetta ku heita innherjaviðskipti sem eru jú refsiverð.
Þetta er ekki eins og að stela sér skinkubréfi sem er jú refsivert líka.
Mér kemur í hug sú fleyga setning úr bókinni Animal Farm "Allir eru jafningjar, en sumir eru meira jafnir en aðrir".
Þar til næst.
![]() |
Neituðu að hætta störfum fyrir ríkið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.6.2009 | 05:36
Mús fannst í maltbrauði.
Er þetta ekki bara ábót?
Þar til næst.
![]() |
Mús fannst í maltbrauði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2009 | 22:11
Áfram með smjörið!
Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara sem rannsakar bankahrunið frá í haust, segir rannsóknina eitt mikilvægasta rannsóknarmál í allri Evrópu um þessar mundir. Ekki sé hægt að komast áfram í því ef ekki verða lagðar frekari fjárveitingar til þess.
Hún segir einnig að það sé rangt að einblína of mikið á kostnað vegna rannsóknarinnar því ef hún muni bera árangur þá verði hægt að sækja fjármuni sem hafi verið faldir, stolið eða komið undan með öðrum hætti. Þannig myndi rannsóknin skila aftur þeim kostnaði sem við hana yrði, og gott betur til.
Ætla ráðamenn aldrei að vakna af Þyrnirósarsvefninum?
Seinagangurinn sem átt hefur sér stað í þessu máli er óútskýranlegur og óafsakanlegur.
Hverjum er verið að hlífa?
Hvað er verið að fela?
Þar til næst.
![]() |
Ein mikilvægasta rannsóknin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2009 | 03:26
Landsbankinn í London lánaði útrásarvíkingum 130 milljarða króna.
Samkvæmt áreiðalegum heimildum fréttastofu námu heildarútlán Landsbankans til íslensku útrásarinnar að minnsta kosti 130 milljörðum króna, mestur hluti af þeirri upphæð fór til fyrrum eiganda banka og Baugs.
Hvar eru aurarnir?
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)