Færsluflokkur: Fjármál

Og dansinn dunar.

 

Húsnæði 101 Hótels yfirveðsett.

Veð upp á rúma 1,2 milljarða króna hvíla á húsinu við Hverfisgötu 8-10 þar sem 101 Hótel er til húsa. Skilanefnd Landsbankans er með veð að andvirði 910 milljónir króna.

Það er ekkert annað.

Morgunblaðið segir að um sé að ræða tryggingabréf sem gefið hafi verið út 30. júní síðastliðinn af þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Ingibjörgu Pálmadóttur eiginkonu hans, sem eiga hótelið.

Tilurð tryggingabréfsins megi rekja til þess að Jón Ásgeir veðsetti lúxusíbúðir sínar í New York í óþökk skilanefndarinnar, en Landsbankinn fjármagnaði kaupin á þeim árið 2007.

Skyldi maður ekki geta komist á verknámssamning hjá'onum ?

Maðurinn er greinilega góðum gáfum gæddur.

Svo eru einhverjir pöddufullir og óprúttnir blaðasnápar að ergja strákskinnið með símhringingum í tíma og ótíma , hót'onum með fölsuðum tölvupósti og, til að bíta höfuðið af skömminni, þá er reynt að hafa fé af drengnum.

Maður verður kjaftstopp.

Það vill oft loða við landann að sjá ofsjónum yfir velgengni annarra.

Því miður.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband