Hvað er eiginlega að gerast ?

Nú lifa erlendir afbrotamenn í vellystingum í íslenskum fangelsum ( lesist ***hótelum) vegna mistaka í málsmeðferð.

Ég hélt að íslenskir lögfræðingar kynnu nú betur til verka.

Nú, á tímum aðhalds og sparnaðar berast oss þær fréttir að fjölga skuli í utanríkisþjónustunni um ca. tuttugu manns. Eitthvað hef ég misskilið. Ég hélt að allir ættu að spara, ekki bara vér skattgreiðendur þ.e. öryrkjar, aldraðir og verkafólk.

Nóg um það, að svo stöddu

En áfram dunar dansinn.

Nú brigsla Hollendingar okkur um óheiðarleika.  Okkur sem eru þeir fallegustu, gáfuðustu, stórustu og með fjármálavitið á hreinu,já, þeir væna okkur um lygi. Til þess að koma í veg fyrir áframhaldandi óþverra af þessari sort legg ég til að við sendum þeim fyrrverandi yfirmann fjármálaeftirlitsins, þið vitið, hann Jónas pjakkinn Fr. ( farseðil aðra leiðina). Hann ætti að geta sýnt þeim fram á sakleysi okkar Íslendinga því ef ég man rétt þá var hann sjálfur blásaklaus af öllum þeim gjörningum sem hér áttu sér stað í undanfara hrunsins.

Nú bíðum vér í ofvæni eftir niðurstöðum samræðna þeirra því þó Jónas sé klár í kjaftinum þá eiga Hollendingar kjaftaska líka svo það er spurning hvor verður fyrri til að kjafta(eða drekka) mótaðilann undir borðið.

Ég kveð ykkur að sinni með þá von að senn fari að rætast úr fyrir okkur og þar til næst.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband