5.2.2010 | 20:30
Afskriftir og áframhaldandi spilling.
Enn og aftur flæðir óþverrinn yfir okkur.
Ég var að fylgjast með háttvirtum Finni Sveinbjörnssyni í Kastljósinu áðan. Dapurlegt að sjá garminn gera sig að fífli. Spyrjandinn var grjóthörð og ákveðin en drengstaulinn fór undan í flæmingi þegar tekið var á málum eins og afskriftum Haga og svo stöðu Samskipa Ólafs sem reyndar er með réttarstöðu grunaðs manns.
Hvað skyldi annars hafa orðið af "gagnsæinu og heiðarleikanum" sem núverandi stjórnvöld hafa keppst við að telja okkur sauðsvörtum almúganum trú um að hér ætti að ríkja?
Nú er hinsvegar talað um afskriftir upp á tugmilljónir milljarða og í framhaldi af því á svo að hampa kvikindunum því ekki megi horfa fram hjá dugnaði og reynslu þeirra aðila sem byggt hafi upp fyrirtækin.
Reynslu í hverju?
Fjármálafylleríi, gulláti, yfirþyrmandi siðblindu og athyglissýki?
Á sama tíma og verið er að hygla þeim mönnum sem komu þjóðfélaginu á hausinn fjölgar þeim sem þurfa að leita til hjálparstofnana til þess eins að fara ekki soltnir til rekkju.
Finnst ykkur góðu lesendur ekkert athugavert við svona háttalag?
Og enn að áframhaldandi afskriftum.
Ég leyfi mér að vitna í Vísi, í dag, þar sem segir:"Gæti þurft að afskrifa 400 milljónir hjá nýráðnum starfsmanni."
Og áfram með viðbjóðinn.
"Árni Pétur Jónsson, sem var forstjóri Teymis og Ólafur Þór fengu 400 milljónir króna hvor að láni hjá Íslandsbanka í gegnum eignarhaldsfélög sín, TT1 og TT2, til að kaupa hlutabréf í Teymi, alls 70 milljónir hluta að nafnvirði í ágúst 2007. Þessi lán voru veitt án persónulegrar ábyrgðar og Teymi þurfti að taka yfir skuldir þessara félaga þegar fyrirtækið var afskráð úr Kauphöllinni í október 2008."
Hér kemur svo einstaklega athyglisverð klausa.
"Fjöldi atvinnulausra viðskipta- og hagfræðinga hleypur á hundruðum en mikið af hæfu fólki þræðir göturnar án atvinnu í dag eftir bankahrunið."
Ég er þess fullviss að þessir atvinnulausu og hæfu fræðingar hafa aldrei fengið tugmilljóna lán, hvað þá afskriftir.
Þeim stundum fer fjölgandi þar sem ég skammast mín fyrir þjóðerni mitt og þá sérstaklega þegar erlendir vinir senda mér tölvupóst og spyrja spurninga sem ég get ekki svarað. Og gera góðlátlegt grín að okkur.
Nóg er að sinni, ég vona að þrátt fyrir alla spillinguna sem hér grasserar enn náum við að rétta úr kútnum.
Þar til næst.
Athugasemdir
Brennum helvítin inni. Það er eina leiðin. Bara kveikja í þessu liði eins og hverju öðru drasli. Hann sagði í þessu viðtali hvar á að draga mörkin við erum að gera það sem er best fyrir bankan. Já að láta fjárglæframann fá forkaupsrétt er þá það skynsamlegasta í stöðunni. DJÖFULL ER ÉG REIÐUR.
Elís Már Kjartansson, 5.2.2010 kl. 21:01
Tek undir hvert orð sem þú segir, Jökull.
Ragnhildur Kolka, 7.2.2010 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.