Sagan endurtekur sig.

Enn á að hygla bankastarfsmönnum, en á hvaða forsendum?  Jú, reynsluríka menn má ekki missa.

Ef þessir reynsluríku menn eru ekki sáttir við þau margföldu verkamannalaun sem þeir hafa, þá mega þeir bara pilla sig, þ.e. ef nokkur heilvita  maður og allra síst erlendur myndi láta sér detta í hug að ráða þetta fólk til starfa.

Hjáróma rödd fjármálaráðherra þegar hann blaðrar um heiðarleika, gagnsæi og, jú reyndar, að hverju sandkorni skuli velt við til að uppræta spillinguna ,minnir helst á vein hálfdauðrar hýenunnar í eyðimörkinni. Áðurnefndur ráðherra gerir sér augljóslega grein fyrir því að það eina sem heldur vinstri stjórninni gangandi er ótti fólks við að fá "hrunverjana" aftur yfir sig. Augljóslega starfar hann samkvæmt því.

Annars hafa undanfarnir dagar verið ósköp tilbreytingarlausir. Smá spilling hér, ögn meiri spilling þar, sem sagt, ofur íslenskt vetrarveðráttuástand.

Jói garmurinn í Bónus grætur krókódílstárum og ber sig illa undan viðbrögðum landans í sinn garð og sonarómyndarinnar-eftir allt það góða sem þeir feðgar hafi gert í þágu almúgans. Ekki fer sögum af viðbrögðum þeirra birgja sem hann hefur valtað yfir árum saman né heldur hvernig hann fjármagnaði kaupin á Floridahöllinni, þið vitið, 620 ferm. krílið á 150 millurnar,á sínum tíma, eða skrípaleiknum í kringum nafna millifærslurnar á því apparati.

Syndalisti þeirra feðga er lengri en tárum taki.

Svo grætur Jói garmurinn og ber sig illa yfir vonsku mannskepnunnar.

Megi hann grenja sem hæst og sem lengst.

Þessum mönnum ætlar kúlulánþeginn Finnur Sveinbjörnsson að hygla á grunni þeirrar miklu reynslu sem þeir hafi af rekstri fyrirtækja.

Það er eins gott að vera með sterkan maga.

Ég rak augun í frétt sem fjallar um smá  innherjasvik. Skitnar fimmtíu millur sem í reynd hljóta að koma hverjum einasta heiðvirðum þjófi til að roðna af skömm yfir þegar allir aðrir stela fyrir fimmtíu sinnum fimmtíu milljónir.

Á meðan smáfiskurinn berst um í þéttriðnu neti réttvísinnar sleppa mannætuhákarlarnir.

Og nú glyttir í úfinn í tannlausum kjafti breska ljónsins, þeir vilja semja. Hvað skyldi nú hanga á spýtunni?

Klausan sem ég las í Vísi segir allt sem segja þarf.

"Það sem Bretar og aðrar þjóðir óttast er það fordæmi sem þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave kann að setja. Það að almenningur fái að kjósa um skuldbindingar af þessu tagi getur haft víðtækar afleiðingar og orðið til þess að aðrar skuldugar þjóðir fylgi í fótspor Íslendinga. "

Ég vona að sem flestir gangi að kjörborðinu með þessi orð í huga og þar til næst

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Starfsmenn NBI eygja vænan kaupauka 2012
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ríkisstjórnin lætur ekkert tækifæri hjá líða til að draga úr áhuga fólks að mæta á kjörstað. Sífellt tönnlast þau á að atkvæðagreiðslan sé nú þegar orðin marklaus af því að "betri" samningur sé í augsýn. Við eigum ekki að láta blekkja okkur til að hætta við þjóðaratkvæðagreiðsluna hún skiptir höfuðmáli, ekki bara fyrir Íslendinga heldur líka fyrir aðrar þjóðir sem nú súpa seiðið af fjármálakreppunni sem reið yfir heiminn.

Bretar og Hollendingar eru að ganga erinda Brusselvaldsins og peninganna, þegar þeir reyna nú hvað þeir mega að stoppa þessa lýðræðislegu framkvæmd sem þjóðaratkvæðagreiðslan er.

Sjái almenningur í þessum löndum að lýðræðislegt afl getið hrundið af sér klafa kúgunar með samstöðu gegn Brussel-elítunni og fjármálabröskurunum, þá munu þær einnig rísa upp og krefjast síns lýðræðislega réttar. Réttar sem Lissabonsáttmálinn hefur nú endanlega tekið af fólkinu. 

Ekkert óttast kúgunaröflin meira en það.

Ragnhildur Kolka, 28.2.2010 kl. 09:50

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sæll Jökull, tek undir með þér granni minn, sameinumst 6 mars í að sýna umheiminum það sem við meinum með réttu. 

Það er rétt hjá þér að við hefðum verið svo mikklu betur stödd ef þeir hefðu verið sveltir í launum.  Þá hefði sá möguleiki orðið til að prúðara fólk kæmist að. Kostirnir voru bara ekki fyrir hendi, gallar í kerfinnu.

Annars held ég að það hafi verið komin tími á skéll, því agaleysi og siðleysi hverfur ekki af sjálfu sér, en hann þurfti ekki endilega að vera svona stór.

Hrólfur Þ Hraundal, 28.2.2010 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband