"Ég á þetta - ég má þetta."

Þessi fleygu orð, sem samkvæmt Ragnhildi Geirsdóttur fyrrverandi forstjóra FL-Group lýsa viðhorfi Hannesar Smárasonar þáverandi stjórnarformanns FL - Group, til fyrirtækisins, eiga örugglega eftir að festa sig í sessi sögunnar.

Hannes hefur komið víða við. Meðal annarra afreka má nefna fjárfestingu í AMR, eignarhaldsfélagi bandaríska flugfélagsins American Airlines sem reyndar hafði í för með sér 15 milljarða tap.

Var það ekki einmitt þá sem íslenskir fúskarar ætluðu að kenna uphafsmönnum flugsins að reka flugfélag?

Launakostnaður FL-Group nam 701 milljón króna á árinu 2007, sem deildist á 40 starfsmenn.

Laun Hannesar voru þetta ár 139,5 milljónir króna ásamt starfslokasamningi up á litlar 90 milljónir.

Dágóð verkamannalaun það.

Þann 1.11.2008 sagði áðurnefndur Hannes að varpa þyrfti betra ljósi á ýmsa hluti sem urðu í aðdraganda bankahrunsins. Hann sagði margt annað sem ég nenni ekki að tíunda hér, en hann nefndi ekki ofurlaunin.

Um Fl-Group sagði hann að hann sæi eftir ýmsum ákvörðunum sem þar voru teknar.

Þessi maður hélt sig vera fjármálasnilling.

Ég horfði á Kastljós áðan og meðal annars viðtalið við Ragnhildi Geirsdóttur sem, eftir á að hyggja, er best að hafa sem fæst orð um.

Daman fékk 130 millur í starfslok - eftir 5 mánaða starf sem forstjóri FL-Group - og talar um launakjör og uppsagnarfrest.

Það kemur að skuldadögunum hjá henni rétt eins og hjá okkur öllum.

Hér slæ ég botninn í þetta áður en ég kemst í vont skap yfir allri spillingunni sem blasir við okkur allsstaðar.

Áfram Nýja óspillta Ísland og þar til næst.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Staðfestir millifærslu frá FL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ragnhildur hlýtur að vera sá mesti auli sem hefur verið ráðinn í forstjórastöðu á Íslandi.  Eða algjör siðblindingi?

itg (IP-tala skráð) 20.4.2010 kl. 21:35

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Þráinn Jökull!

Dágóð "launakjör" eftir 5 mánaða starf, en góði vinur, ekki gleyma ábyrgðinni sem fólst í þessu starfi!!!!

Hafði bara excel skjal til að byggja grunsemdir sínar um ólöglega fjárflutninga út úr almenningshlutafélagi sem hún var forstjóri fyrir, og því  í samráði við lögfræðing (sic) , ekki nægjanlegt á að byggja til að gera það rétta;  "kæra gjörninginn"  næst besti kosturinn tekinn, tilkynna til stjórnar, (það var rétt), en síðan segir stjórnin af sér og hún líka, og þegir svo þunnu hljóði á meðan "égáettaégmáetta" snillingurinn ryksugar restina af sjóðum flugfélagsins, sem eitt sinn var upphafið af alþjóðavæðingu Íslands og grundvöllur fyrir sjálfstæði þjóðarinnar.  (jamm tek svona sterkt til orða og stend við það)

Ef ég er frá Venus þá er hún frá Mars!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.4.2010 kl. 03:53

3 Smámynd: corvus corax

Ragnhildur er líklega dýrasta vændiskellíng á landinu. Flestar láta sér nægja fyrir leigubíl til að hypja sig eftir þjónustuna ...henni dugðu ekki minna en 130 milljónir til að hypja sig og lofa að kjafta ekki frá hverjir voru pimparnir og vændiskaupendur.

corvus corax, 21.4.2010 kl. 13:00

4 identicon

Spilling af verstu gerð ! og svo forsetinn okkar að eyðileggja ferðamannaíðnaðinn á Íslandi komandi sumar, er hann ekki í lagi ! Hann er búin að gera nóg sem forustumaður með útrásarvíkingum um allann heim ! burt með svona pakk !

vestarr lúðvíksson (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband