Próflok = Sumarfrí !

Smile Jebb, það er loksins komið að langþráðu fríi. Mér tókst að klóra mig í gegnum lokaprófið. Þriggja tíma törn í íslensku.

Talandi um þrjá tíma, ég ráðlegg öllum sem eiga eftir að standa í slíku að fá sér ALLS EKKI kaffi áður en hafist er handa. Það getur haft í för með sér mjög svo, hmm, óþægilega líðan því pásan er engin. Nú er ég sem sagt kominn í sumarfrí - fram að stærðfræðinni sem er minn veiki punktur - en ég ætla ekki að fara að eyðileggja daginn með því að hugsa um hana.

Ég var að renna augunum yfir fréttir síðustu daga og komst að raun um að það hefur verið ósköp tíðindalítið og  friðsælt undanfarið. Einhverjir góðkunningjar lögreglunnar voru teknir með þýfi í stolnum bíl og í annarlegu ástandi. Ekki fylgdi sögunni hvort bílstjórinn hefði verið próflaus líka.

Svo var verið að banna auglýsingar um 100% örugga ávöxtun. Í greininni koma þessi tvö litlu orð "ákveðin gengisáhætta" fyrir sem ekki eru í auglýsingunni. Æ, ekki aftur, hugsaði ég bara. Svo kom þessi hefðbundna frétt um skattsvikara sem fékk tæpar 35 millur í sekt og smá skilorð en bara 6 mán. fangelsi verði sektin ekki greidd. Hann fer sem sagt á biðlistann og í framhaldi af því vil ég enn og aftur viðra hugmynd mína um öryggisfangelsi á Víðilæk í Borgarbyggð. Nú er Siggi kallinn Einarsson byrjaður að láta innrétta kofakrílið sitt ( hann ku eiga það enn) og þar sem hann er svo forsjáll að hafa skothelt gler í gluggum þá þarf ekki að eyða vandfundnum aurum í rimla. Kallinn skuldar íslensku þjóðinni örugglega meira en andvirði sumarhússins.

Fréttin sem toppar svo allt er um veðsetninguna á húsinu í Grjótaþorpi sem nú er veðsett upp í rjáfur og gott betur. Enn kemur Kaupþing við sögu.

Hvuddnin skyldi annars standa á því að hús sem fært var Reykjavíkurborg að gjöf hafi lent í höndum Baugsmanna?

Hver tók ákvörðun um söluna ?

Já, þær eru margar spurningarnar sem kannski fást aldrei svör við. Kveð ykkur að sinni og þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Til hamingju!

Þorsteinn Briem, 22.5.2010 kl. 00:55

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.5.2010 kl. 00:57

3 identicon

Sæll Þráinn.

Til hamingju með áfangann

og svo kemur að hinum næsta........ þegar hans tími kemur..

Gangi þér vel.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 03:38

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Til hamingju :)

Marta B Helgadóttir, 25.5.2010 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband