Ég ætla að gerast útrásarvíkingur þegar ég verð stór.

  Þeir eru jú svo fjandi klárir að þó íslenska þjóðin sitji nú með sárt ennið og skuldir upp á herðar þá þurfa þeir greinilega ekki að sækja sér mat til hjálparstofnana.

                                                                                                                                                         Nú flykkjast PR-fulltrúar Björgólfs yngri fram á sjónarsviðið og keppast um að telja okkur óbreyttum trú um að Bjöggi pjakkurinn sé ekki jafn slæmur og fjölmiðlar hafa  í veðri látið vaka.

Samkvæmt fréttum síðustu daga hefur höfðinginn  gengið frá samkomulagi um uppgjör skulda við erlenda og innlenda lánardrottna sína. Engar skuldir verða gefnar eftir. Talan er litlir tólf hundruð milljarðar

Hvað með Icesave?

Eitt er það sem ég skil þó ekki. Drengurinn lýsti því yfir í viðtali hér á dögunum að minnstu hefði munað að hann yrði gjaldþrota í kjölfar efnahagshrunsins hér um árið vegna persónulegra ábyrgða sem fallið hefðu á hann sökum lánsviðskipta.

En nú ætti sem sagt allt að vera gúddí gúddí. Maðurinn er jú í því að biðja íslensku þjóðina afsökunar "á augljósum mistökum sínum í aðdraganda hrunsins."

Hér koma hinsvegar gullkorn sem hrutu af vörum hans.

"Starfsemi mín mun, hér eftir sem hingað til, einkennast af raunverulegum viðskiptum með raunverulegar eignir."

Er þetta ekki kallað að fara fram úr sjálfum sér?

Nú kemur til sögunnar Ragnhildur nokkur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Björgólfs/Novators, og segir "Að baki skuldbindingum Björgólfs Thors voru miklar eignir en ekki bara loft." Áfram lætur hún gamminn geisa og segir að drengstaulinn beri enga ábyrgð á Icesave-reikningunum. "Sumir fóru offari og höguðu sér á þann hátt sem með ólíkindum er, en það á ekki við um Björgólf Thor."

Hér mætti sem best setja amen á eftir efninu ef ekki væri af nógu öðru að taka.

Það mætti benda Ragnhildi á að lesa skýrslu rannsóknarnefndar alþingis þar sem nafn Björgólfs Thors ber á góma og varla að ástæðulausu, en PR vinnubrögðin eru nákvæmlega þau sem Eva Joly sagði að við mætti búast þegar menn færu að snúa vörn upp í sókn.

Að lokum nokkur gullkorn úr munni Björgólfs Thors í Fréttablaðinu þ. 14.apríl sl. er hann bað íslensku þjóðina afsökunar á "mistökum" sínum  en sagði svo "Ég get sjálfur haldið því fram að ég hafi á hverjum tíma tekið ákvarðanir sem ég taldi skynsamlegar og réttar og ég tel víst að ég hafi engin lög brotið."

Þá vitum við það en hvaða tilgangi skyldi svo afsökunarbeiðnin þjóna? Íslenska þjóðin kemur ekki til með að gleyma neinu svo skiptir næstu kynslóðum.

Þar til næst.

Heimildir: Morgunblaðið, Viðskiptablaðið, Fréttablaðið, DV, Vísir,Rúv. Skýrsla rannsóknarnefndar alþingis.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég ætla líka að gerast ÚTRÁSARVÍKINGUR þegar ég verð STÓR.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 27.7.2010 kl. 10:14

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Takk.....takk.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 27.7.2010 kl. 17:47

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú ert orðinn of seinn, vinur. Hið opinbera hefur tekið eignarnámi réttinn til að kalla sig útrásarvíking. Titillinn er nú frátekinn fyrir skilanefndir bankanna og sérstaka erindreka á vegum ríkisins.

Er Össur ekki annars að flytja fullveldi okkar, fiskimið og aðrar auðlindir til ESB?

Ragnhildur Kolka, 27.7.2010 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband