26.10.2010 | 03:33
Í sárri neyð...
...er oftar en ekki gripið til löngu úreltra uppskrifta úr kokkabókum "útrásarvíkinganna" sem, í ljósi þess sem á undan er gengið, falla engan veginn að smekk landans.
Nýjasta dæmið eru viðbrögð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar vegna fréttar Rúv. í kvöld þar sem fram kemur eitt og annað athyglisvert í tengslum hans við bresku Iceland verslunarkeðjuna.
Þar er talað um markaðsmisnotkun sem jafnvel hefur staðið árum saman.
Of langt mál yrði að telja upp þær málsbætur sem Jón Ásgeir reynir að nota sér til framdráttar en eitt er þó ljóst að það duga engir stjörnulögfræðingar þegar málin eru komin inn á borð sérstaks saksóknara.
Sem vekur upp þá spurningu, hvaðan í fj....... fær drengurinn aura til að borga lögfræðinga hernum sem hann hefur á bak við sig?
Það er jú búið að frysta eignir hans.
Ég fæ stundum framan í mig að ég sé bæði einstaklega illa innrættur og með sóðakjaft og er þá oftar en ekki vitnað í bloggfærslurnar mínar.
Ég kannast við hvorugt en hins vegar viðurkenni ég fúslega að þegar ég sé svínaríið allstaðar í kringum mig þar sem menn rokka enn feitt á kostnað okkar óbreyttra og það á sama tíma og verið er að klípa af lífeyrinum mínum jafnt og þétt, þá sárnar mér.
Nóg er að sinni og þar til næst.
Athugasemdir
Hann hlýtur að kæra fréttamennina fyrir ærumeiðingar. Ærulaus maðurinn...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.10.2010 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.