Af afskriftum, bruðli og fleira djúsí.

Enn og aftur berast okkur óbreyttum fréttir af aðgerðum hinnar nýju yfirstéttar landans, þ. e. bankastarfsmönnum.

Nú skal afskrifa.

Í þetta skiptið er um að ræða fyrirtækið Skinney-Þinganes, sem hér á árum áður var eitt af best reknu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins.

Hvað sem því líður þá er staðan greinilega önnur í dag.

"Skinney-Þinganes hagnaðist um 3,6 milljarða króna í fyrra; en afskriftir hjá dótturfélagi námu tveimur og hálfum milljarði króna."

Í hvaða tilgangi skyldi nú dótturfélagið "Nóna" hafa verið stofnað og hversu stór skyldi nú kvótinn hafa verið?

Á sama tíma er verið að ganga að sambýlisfólki á Selfossi sem lét glepjast af gylliboðum bankamanna, tók lán uppá 17,8 milljónir - í erlendri mynt - sem í dag stendur í 58 milljónum króna.

Skyldi bankinn afskrifa?

Ég rak augun í frétt sem fangaði athygli mína en þar er um að ræða niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur gegn fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Kaupþingi, en hann höfðaði mál á hendur Ríkisskattstjóra vegna skattálagninga á söluréttarsamningum af hlutabréfum í Kaupþingi.

Niðurstaðan kom mér á óvart því ég hef alltaf haldið að stórkallarnir slyppu.

Í fréttinni er smá klausa sem segir allt sem segja þarf.

"Fólst í þessu var að X var í aðstöðu til þess að afla sér tekna sem myndast kynnu við mismun verðs hlutanna er sölurétturinn félli úr gildi en áhætta hans vegna lækkunar verðs var engin."

Nú barmar viðkomandi sér yfir yfirvofandi gjaldþroti en að menn verði gjaldþrota í dag er ekki ný frétt. Hér verða vísitölufjölskyldurnar gjaldþrota hvern dag. Án ofurlána.

Svona rétt í lokin langar mig til að segja ykkur frá bréfi sem ég sendi á alla alþingismenn okkar.

Um er að ræða fyrirspurn sem snertir forgangsröðun mikilvægra verkefna.

Ég birti þennan bréfstúf hér og hvet alla til að afrita og líma (copy ´n´paste) og senda á alla þingmenn okkar. Netföngin fylgja í athugasemdadálkinum.

"Getur verið að á sama tíma og niðurskurðarhnífurinn er á fullu eigi stjórnmálaflokkarnir að fá 304,2 milljónir?
Getur verið að á sama tíma og börn okkar gramsa í ruslatunnum vegna þess að heimilin eru matarlaus eigi að halda uppi stjórnlausri sýndarmennsku í utanríkisráðuneytinu?
Getur verið að á sama tíma og til stendur að skera niður um tæpar tvö hundruð milljónir í heilbrigðisþjónustu Vestfjarða sé verið að henda tugum milljóna í nýja heimreið að Hrafnseyri við Arnarfjörð?
Getur verið að háttvirtir ráðamenn þjóðarinnar hafi ekki uppgötvað að hér ríkir kreppa sem, samkvæmt íslenskri hefð, lendir á herðum þeirra sem minnst mega sín?
Finnst ykkur ekkert athugavert við forgangsröðunina?
Með von um greinargóð svör.
Virðingarfyllst"
Þ. Jökull Elisson

Ég hvet alla til að taka undir því fjöldinn er sterkur!

Þar til næst.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Netföng alþingismanna:

atlig@althingi.is, alfheiduri@althingi.is, arnipall@althingi.is, arnij@althingi.is, arnithor@althingi.is, asbjorno@althingi.is, asmundurd@althingi.is, arj@althingi.is, birgir@althingi.is, birgittaj@althingi.is, birkir@althingi.is, bjarniben@althingi.is, bgs@althingi.is, bvg@althingi.is, ossur@althingi.is, ogmundur@althingi.is, thback@althingi.is, thrainnb@althingi.is, tsv@althingi.is, thorsaari@althingi.is, thkg@althingi.is, vigdish@althingi.is, vbj@althingi.is, ubk@althingi.is, tryggvih@althingi.is, svandiss@althingi.is, svo@althingi.is, sjs@althingi.is, skulih@althingi.is, siv@althingi.is, sij@althingi.is, sii@althingi.is, ser@althingi.is, sdg@althingi.is, marshall@althingi.is, ragnheidurr@althingi.is, rea@althingi.is, ragna.arnadottir@dkm.stjr.is, petur@althingi.is, olofn@althingi.is, olinath@althingi.is, oddnyh@althingi.is, margrett@althingi.is, magnusorri@althingi.is, liljam@althingi.is, lrm@althingi.is, klm@althingi.is, kristjanj@althingi.is, katrinj@althingi.is, katrinja@althingi.is, jrg@althingi.is, jong@althingi.is, jb@althingi.is, johanna@althingi.is, illugig@althingi.is, hoskuldurth@althingi.is, helgih@althingi.is, gunnarbragi@althingi.is, gudmundurst@althingi.is, gudlaugurthor@althingi.is, glg@althingi.is, gudbjarturh@althingi.is, eygloha@althingi.is, einarg@althingi.is

Gunnar, 11.6.2009 kl. 00:50

Þráinn Jökull Elísson, 1.11.2010 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband