Ekki er þetta alveg rétt.

Í fréttinni kemur fram að "slíkt nettengt safn yrði fyrsta sinnar tegundar í heiminum. "

Þetta er ekki allskostar rétt því slíkt safn hefur verið til í Færeyjum í það minnsta einn áratug.

Í hvert skipti þegar ég fæ heimþrá til fallega landsins sem fóstraði mig á annan áratug þá þarf ég ekki annað en að fara inn á portal.fo til að vafra á milli myndavéla sem skjóta inn nýrri mynd á 10-15 sek. fresti.

Ógleymanlegt!

Ég get ekki látið hjá líða að minnast á Ice-save, rétt eina ferðina enn. Nýjasta útkoman er einhver sú hagstæðasta sem hugsast getur og þó svo ég sé alfarið á móti því að borga skuldir sem ég stofnaði ekki til þá ætla ég samt að styðja þennan nýja samning ef til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur.

Við sláum tvær flugur í einu höggi.

Fyrir það fyrsta þá afgreiðum við málið í eitt skipti fyrir öll og öðlumst lánstraust að nýju sem, vonandi verður farið betur með en hingað til.

Í öðru lagi, og nú ólgar í mér af einskærum óþverrahætti og Þórðargleði.

Þegar við höfum borgað "skuldir óreiðumanna" upp á 47 milljarða þá sendum við Björgólfsfeðgum reikninginn.

Hvuddnin líst ykkur á það?

Þar til næst.

 


mbl.is Vilja vefmyndavélar á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta kalla ég ekki Þórðargleði heldur bullandi sjálfsblekkingu. Þetta er nefnilega alls ekki búið ef samþykkt. Þá á eftir að BORGA. Og allar sveiflur krónunnar niður á við bætast við = Gjaldeyrishöfti um alla eilífð.

Ragnhildur Kolka, 11.12.2010 kl. 20:45

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jökull, þessi nýji IceSlave samningur er opinn í báða enda.  Hann á að gilda til að minnsta kosti 2036, segir það þér ekkert? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.12.2010 kl. 00:15

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Leitt að fólk skuli ekki átta sig á gálgahúmornum í mér. Ég skal reyna að vera auðskildari næst.

Þráinn Jökull Elísson, 12.12.2010 kl. 02:06

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Náði þessu.

Halldór Egill Guðnason, 13.12.2010 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband