Að útskrifast með hraði!

Oft hefur landanum legið á en fyrr má nú vera.

Í "den tid" tók menntaskólanámið fjögur ár, sem í dag er skrúbbað af á tveimur árum. Geri aðrir betur.

Að vísu, og hér setti mig hljóðan. Þar sem nemendur Hraðbrautar eru mun færri en borgað er fyrir þá hljóta þessar umframlúsamilljónir að skila sér í betri kennslu og þar af leiðandi betri undirbúningi undir væntanlegt háskólanám.

Annað kemur hinsvegar í ljós í skýrslu menntamálanefndar þar sem því er haldið blákalt fram að nemendur úr Hraðbraut standi sig verr í Háskóla íslands en nemendur úr öðrum menntaskólum.

Kíkjum nú aðeins á kostnaðinn:

Fjárhagsleg óreiða, og þá er að öllum líkindum átt við þessar 82 millur sem eigendur Hraðbrautar greiddu sér í arð en virðast svona fljótt á litið ekki vera einu sporslurnar sem eigendurnir skömmtuðu sér.

Í framhaldi af því má rifja upp aðgerðir fyrrverandi menntamálaráðherra að fella niður 92,1 m. kr. skuld skólans við ríkissjóð þegar þjónustusamningur ráðuneytisins og Hraðbrautar ehf. var endurnýjaður árið 2007.

Ég hélt í einfeldni minni að aurarnir hefðu verið ætlaðir til að troða viskunni í hausinn á misvel gefnum ungum okkar. En öllum getur skjátlast.

Undanfarna áratugi hefur venjan hjá sitjandi ríkisstjórn verið sú að láta svona mál "sofna" og þá væntanlega í þeirri von skattgreiðendur hafi gleymt!

Í dag er landslagið allt annað. Við gleymum engu. ekki frekar en núverandi ríkisstjórn man eftir að frysta allan lífeyri, teygja sig í allar áttir eftir aurum sem fólk hefur barist fyrir að eignast, hækka bensín, hækka þetta, hækka hitt, á sama tíma og þau gera sér ekki grein fyrir að einkaneyslan er drifkraftur efnahagsstarfsseminnar.

Mér er minnisstæð tillagan sem Lilja Mósesdóttir, ásamt Sjálfstæðismönnum, lagði fram og var fólgin í skattlagningu séreignasparnaðar.

Sú tillaga var, illu heilli, blásin út af borðinu.

Mér eru líka minnisstæð orð núverandi ráðamanna þegar talað var um "Skjaldborg heimilanna" og allt skyldi upp á yfirborðið.

Mikið rétt. Það dynja á okkur fréttir daglega um spillingu hér og spillingu þar. Smáfiskarnir eru gómaðir en stórlaxarnir sleppa.

Ég velti stundum fyrir mér hvernig gjaldþrota menn sem eiga varla fyrir diet-coke skuli hafa efni á stjörnulögfræðingum, sem kosta jú sitt.

Hvaðan koma aurarnir?

Enn ganga þeir lausir.

Á svona stundum er ég því fegnastur að drengurinn minn kemur ekki til með að upplifa spillinguna og viðbjóðinn sem allstaðar blasir við okkur. Hann er fluttur aftur til Færeyja og ég er hreint út sagt glaður. Ekki það að ég hafi neitt á móti Dönum, barnsmóðir mín var dönsk, en eftir margra ára búsetu í Færeyjum get ég með góðri samvisku sagt að vandaðra og heiðarlegra fólki hef ég ekki kynnst.

Við gætum lært eitt og annað af frændum okkar.

Ég ætla að hætta að ergja mig að sinni og þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Vilja úttekt á einkareknum skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað sem öllu líður um fjármál Hraðbrautar þá er vert að minnast á að gamli Tækniskóli Íslands (nú Háskólin í Reykjavík) var með nám til stúdentsprófs af raungreinasviði (ca. stærðfræði- og eðlisfræðideild menntaskóla ásamt nauðsynlegum tungumálum) og tók námið 2 ár.

Þetta hefur verið í boði alveg frá 1965 og hefur gefist mjög vel. Þetta var og er mjög stíft og ekki allir ráðið við þetta. Það ber þó að halda til haga að þetta var ætlað eldri nemendum sem voru 110% í þessu en ekki bara til að finna út hvað þeir ætluðu sér síðar. 

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband