11.2.2011 | 23:22
Hugleiðingar í vikulok. (enn og aftur)
Ég vil það komi skýrt fram að það er ekki leti sem hefur aftrað mér frá að blogga.
Öðru nær.
Námið tekur sinn tíma og það er svo gefandi að ég get varla lýst því.
Ég hef sem sagt ekki haft tíma til að rífa kjaft á blogginu, en......nú verður bætt úr því.
Þegar ég lít yfir fréttir vikunnar þá ber þar enn hæst á baugi Kaupþingsskjölin margumtöluðu, sem nú eru loksins komin í vörslu Sérstaks.
Áðurnefnd skjöl eiga að öllum líkindum eftir að koma svitanum út á mörgum manninum. Við þá vil ég bara segja:" Maður með hreina samvisku hefur ekkert að óttast."
Ég las einstaklega jákvæða frétt áðan sem fjallar um kaup fjárfesta &lífeyrissjóða o. fl. í þriðjungi "Haga".
Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið.
Þarna er heiðarlegt fólk á uppleið.
Þetta er afrek, sérílagi þegar mannni verður hugsað til forgangsröðunar ríkisstjórnarinnar, sem setti á forgang að troða okkur í ESB og ef ekki með góðu, þá með illu.
Svo kom Icesave fjárkúgunin. skjaldborg heimilanna og allt annað sem var að, eftir minni.
Svona rétt til að taka tillit til þeirra viðkvæmu þá ætla ég ekki að hafa fleiri orð um það en bendi á að ef við höfum til hliðsjónar Icesave I, sem er afrek Svavars bjálfans Gestssonar og svo Icesave III sem að öllum líkindum kemst í gegn í þinginu, þá eru góðu fréttirnar þær að því lengur sem dregst að semja, þeim mun meir lækkar upphæðin. Sona so þið vitið það. So ekki sé minnst á þjóðaratkvæðagreiðslu.
Nú hef ég dvalist á landinu í áratug, ætlaði mér bara að stoppa stutt, en stundum tekur lífið aðra stefnu en maður átti von á.
Oftar en ekki hef ég verið kominn á fremsta hlunn með að pilla mig af skerinu. Slíkur er viðbjóðurinn og spillingin sem blasir við mér.
En, "Römm er sú taug" og hún er sterk. Það hef ég upplifað á eigin skinni.
Svo... ætli maður reyni ekki að vera bjartsýnn?
Þar til næst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.