7.3.2011 | 22:47
Nú skemmtir skrattinn sér.
Aumkunarverðar voru útskýringar og réttlætingar Friðriks Zóphusssonar í síðdegisútvarpinu þegar hann reyndi að klóra yfir óþverrann þ. e. sjálftökugjörninga hæstvirtra bankastjóra Íslandsbanka og Arion banka. Helstu rökin, sem reyndar minna smá á "aþþí bara" stílinn, voru að benda á bankastjóra Arion banka og lýsa því yfir að þeir hefðu verið miklu frekari.
Sem sagt: Sandkassaleikurinn á fullu.
Eitthvað impraði manngarmurinn á þeirri ofur-ábyrgð sem höfðingjarnir bera.
Í framhaldi af þeim ummælum koma mér í hug önnur sem flugu fyrir snemma á árinu 2008 þar sem ofur-laun þáverandi bankastjóra voru réttlætt-með sömu rökum.
Framhaldið höfum við, láglaunaþegnar hins íslenska velferðarríkis, fengið að finna á okkar auma skinni.
Áfram vellur viðbjóðurinn yfir okkur og nú er vitnað til, annars vegar forstjóra þeirra 40 fyrirtækja hérlendis sem hafa staðið af sér 2007 geðveikina, og hinsvegar til bankastjóra hist og her í Evrópu.
Launin skulu vera samsvarandi, þrátt fyrir þá óvissu sem ríkir, ef einhverjum íslenskum bankastjóra dytti sú firra í hug að sækja um ...stjórastarf í Evrópu á "samsvarandi launum", því hvaða heilvita manni léti sér koma til hugar að ráða til sín ÍSLENSKAN bankastjóra??
Margt annað athyglisvert kom úr koki fyrrverandi forstjóra Landsvirkjunar, burtséð frá öllu ábyrgðarhjali sem háttvirtur Friðrik getur troðið upp í ra..... á sér, en spyrli síðdegisútvarpsins láðist að inna Friðrik eftir stöðu Landsvirkjunar, þegar hann tók við, og svo stöðunni ellefu árum seinna þegar hann forðaði sér með skottið á milli skankanna og leitaði á náðir "Stóra bróður." Hefði verið fróðlegt að sjá samanburðinn, þið vitið... samanburður=samsvarandi...
Í fyrramálið ku þessir kompánar verða teknir á beinið af dúettinum og krafðir skýringa. Sem að sjálfsögðu verða ekki opinberaðar óbreyttum almúganum. Samkvæmt venju. Svo eigum við von á smá tilkynningu frá forsætisráðuneytinu sem segir akkúrat ekkert.
Málið afgreitt. Málið dautt.
Geðslegt??
Þar til næst.
Athugasemdir
Það er þá meira hvað ábyrðin er mikil hjá þessum háu herrum, flýja land þegar þeir eru búnir að klúðra málum gersamlega fyrir allri þjóðinni. Ég segi að þessar bankastofnanir séu að gefa þjóðinni fingurinn og svo er spurning hvort við sættum okkur við þetta.
Ragnhildur Gunnarsdóttir, 7.3.2011 kl. 23:19
Og ekki mættu þeir á fundinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2011 kl. 15:17
Siðblindan og hrokinn ráða greinilega ferðinni hjá hinni nýríku yfirstétt Íslands, þegar þau telja sig yfir það hafin að mæta á fund hjá viðskiptanefnd..
Þráinn Jökull Elísson, 8.3.2011 kl. 18:47
Hefur nokkuð breyst, nema bara að nú er erfiðara að stela, vegna þess að það er nánast ekkert eftir.
Bergljót Gunnarsdóttir, 8.3.2011 kl. 19:51
Erfiðara að stela og erfiðara að fela því, með sama áframhaldi verður íslenska samfélagið fámennara en eftir stórubólu. Ég fann lausn f. mig og mína. Í stað þess að húka hér á meðan mamma gamla lifir hef ég ákv. að flytja aftur til Færeyja...og taka mömmu gömlu með.
Ég samhryggist ykkur sem eigið eftir að verða innlyksa í öllum viðbjóðinum, en nú hef ég hugsað mér að róa á ný mið.
Þráinn Jökull Elísson, 8.3.2011 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.