24.3.2011 | 08:35
Nú gellur hæst í þeim sem ættu að þegja.
Undarleg þykja mér (ó)hljóðin í stjórnarandstæðingum. Allt skal tínt til enda malar áróðursmyllan á fullu þessa dagana.
Nú er ráðist að forsætisráðherra og hún sökuð um að hafa brotið jafnréttis lög með því einu að hafa skipað skrifstofustjóra samkvæmt hæfnismati.
Kúlulánþeginn og afskriftagreifynjan Þorgerður Katrín fer mikinn en orð hennar eru ekki svaraverð. Þó má rifja upp gjörðir samherja hennar, Björns Bjarnasonar, er hann braut jafnréttislög með skipan hæstaréttardómara, þvert gegn hæfismati.
Einnig má nefna vinnubrögð ónefnds dýralæknis er hann skipaði son Davíðs Oddssonar sem dómara við Héraðsdóm Austurlands og gekk þar með framhjá þremur sem taldir voru hæfari. Saga Sjálfstæðisflokksins einkennist af slíkum "vina og vandamanna" ráðningum, sem of langt væri að telja.
Fróðlegt væri að vita hver viðbrögð almennings, og þá sér í lagi íhaldsins, hefðu orðið ef forsætisráðherra hefði skipað flokkssystur sína í starf skrifstofustjóra og þar með gengið fram hjá þeim fjórum umsækjendum sem taldir voru hæfari til starfsins.
Þá hefði orðið fjaðrafok í hænsnakofanum.
En það er því miður eðli alltof margra að vera á móti, til þess eins að vera á móti, þyrla upp moldviðri og skapa sundrung og úlfúð í skítblönku samfélaginu.
Kveð að sinni og þar til næst.
P. S. Smá leiðrétting. Þorsteinn Davíðsson var ekki í fjórða sæti í hæfismati, heldur sá sjöundi.
Athugasemdir
já auðvitað má þetta lið sem þykist vera að stjórna hér skíta upp á bak, hinir gerðu það, jafnréttis-og sanngirnismál !
M (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 09:59
Enda kom hún hlægilega út í Kastljósi gærkveldsins þegar Sigmar benti henni einmitt á framkomu samflokks-fífla hennar. Hikstaði og stamaði eins og kálfur!
Davíð Þ. Löve, 24.3.2011 kl. 10:11
Er ekki verið að tala um að Björn og Davíð hefðu gert mistök, jú það er rétt þetta var ekki rétt gert hjá þeim. Jóhanna er með önnur stjórnsýslumistökin í gangi núna og umhverfisráðherra er búin að tapa máli sem hún fékk á sig varðandi Flóahrepp, Icesace hefur verið fellt tvisvar, stjórnlagaþing var dæmt ógilt en það skiptir ekki máli það er bara hæstiréttur. Það er verið að eyða milljörðum í ESB umsókn sem þjóðin er á móti. Er þetta ekki orðið alveg ágætt hjá Jóhönnu en það mætti lengi telja upp fleyri skandala hjá þessari stjórn en ég nenni því ekki, Burt með pakkið.
Tryggvi Þórarinsson, 24.3.2011 kl. 12:53
Sæll Tryggvi.
Þar sem þú nefnir ESB þá hefur andstaða mín gegn aðild komið oftar en ekki hér fram á blogginu mínu. Ásamt svo mörgu öðru. Hins vegar finnst mér undarlegt hátterni hjá þeim skötuhjúum Þorg. Katrínu og Bjarna Ben. að höggva svo nærri sér og sínum með þessum rökum.
Þráinn Jökull Elísson, 24.3.2011 kl. 13:07
Kúkinn í lauginni má rekja beint til Jóhönnu, allir horfa á kúkinn en hún sér engan kúk.
SAS (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 17:44
Þráinn Jökull, ég er mjög sammála þér, sumt fólk eins og Þorgerður Katrín ætti bara að þegja. Og ef það ætti siðferðisvitund þá hefðu það átt að segja af sér þingmennsku fyrir löngu.
Úrsúla Jünemann, 26.3.2011 kl. 16:16
Það er semsagt í lagi að láta eins og kjáni, því hinr gerðu það líka? Hvursu miklir kjánar geta kjánar orðið?
Halldór Egill Guðnason, 28.3.2011 kl. 04:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.