Einu sinni var......

......ég ungur hugsjónamaður.

Í dag er ég hvorugt. Aldurinn færist yfir mig rétt eins og alla og hvað varðar hugsjónirnar þá mætti benda á þetta:

"Borgarfulltrúum verður fjölgað í að minnsta kosti 23 samkvæmt nýjum sveitastjórnarlögum sem innanríkisráðherra kynnti í ríkisstjórn í dag. Ríkisstjórnin samþykkti að frumvarpið færi áfram til þingflokkanna."

Og þetta:

"Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fær ekki svör frá Guðbjarti Hannessyni, velferðarráðherra, um hverjir fengu tugmilljóna greiðslur fyrir sérfræðiaðstoð hjá Íbúðalánasjóði. Alþingi segir ráðherra verði að svara.

Upplýsti Guðbjartur Hannesson  velferðarráðherra að árið 2001 hefði sérfræðigreiðslur numið tæpum 30 milljónum, sömu upphæð árið eftir, ríflega 32 milljónir árið 2003 en árið eftir námu greiðslurnar 102,3 milljónum króna. 80 milljónir voru greiddar í sérfræðiaðstoð árið 2005, 84,5 milljónir árið 2006, 101,4 milljónir árið 2007 og ríflega 100 milljónum ári síðar.  Samtals greiddi Íbúðalánasjóður því ríflega 560 milljónir króna í sérfræðiaðstoð."

Ekki má svo gleyma þessari frétt:

"Verðtryggð lán íslenskra heimila hækkuðu um 18,3 milljarða vegna áhrifa skattahækkana á lánin. Þetta kemur fram í svari efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn frá Margréti Tryggvadóttur alþingismanni."

Þessir fréttastúfar segja allt sem segja þarf. Ég hélt í einfeldni minni að nú á þessum erfiðu tímum tækju sig allir saman til að leysa þau vandamál sem að okkur steðja úr öllum áttum og spara, á réttum stöðum. Svona getur manni skjöplast,

Þar til næst.

heimildir: Pressan, mbl. Vísir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband