31.3.2011 | 19:32
Hæst ber á baugi þessa vikuna...
...þau tíðindi sem oss hafa borist að westan. Jamm, nú munu þeir vera hvorki fleiri né færri en tíu, sem af góðmennsku sinni og hjartagæsku, hafa lýst sig reiðubúna til að koma hér sem frelsandi englar og bjarga okkur, ofvöxnum börnunum sem um tíma höfðum allt of mikið af leikföngum milli handanna, frá hinni dýpstu eymd og svartasta volæði. Þessir fjársterku reynsluboltar hafa hug á að fjárfesta í endurnýjanlegri orku hér á landi.
"Tilgangur hópsins er alls ekki sá að fjárfesta í fiski og kaupa upp orkuauðlindir hér á landi."
Að vísu vilja þeir fá smá fyrirgreiðslu í staðinn, eðlilega því æ sér gjöf til gjalda, þ. e. ríkisborgararétt fyrir sig og börnin sín. Samkvæmt þessu er um að ræða fráskilda menn, með foreldraréttinn, því hvergi er minnst á eiginkonur.
So what??
Það er reyndar eitt örlítið atriði í dæminu sem sennilega hefur ekki farið fram hjá neinum nema kannski einhverjum gel greiddum fermingarguttum, en það er að mógúlar sem þessir reka ekki góðgerðarstarfsemi.
Nú að öðru.
Fréttir, og það ekki sérlega upplífgandi hafa borist manna í millum af stjórnendum OR, samanber meðfylgjandi klausu.
"Það var mat stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur í fyrrasumar, að verulega skorti á að æðstu stjórnendur fyrirtækisins gerðu sér fulla grein fyrir alvarlegri stöðu þess.
Nú er mér spurn. Þegar um er að ræða stjórnendur fyrirtækis af stærðargráðu sem OR er, eru þá ekki gerðar einhverjar lágmarkskröfur um menntun, fyrri störf og jafnvel greindarvísitölu?? Ekki má skilja það svo að ég ætlist til að háttvirtir stjórnendurnir skarti háskólagráðu en smá skynsemi gæti komið sér vel.
Hér er svo smá tilvitnun:
"Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir óhjákvæmilegt að minnka bankakerfið, en því fylgi að störfum í fjármálaþjónustu fækki."
Hann er búinn að uppgötva það.
Að lokum er hér smá frétt sem sló mig en hún fjallar um "fórnarlamb líkamsárásar sem ekki þorir að bera vitni vegna ótta um það sem gæti hlotist af því að standa við fyrri skýrslugjöf."
Sökum kunnáttuleysis get ég bara bent á þessa frétt í Vísi í dag, kl. 17:12 og fyrirsögnin er: Meintur ofbeldismaður sýknaður-fórnarlamb þorir ekki að bera vitni.
Hvað varð af vitnaverndinni??
Nóg er komið nú og þar til næst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.