15.10.2011 | 18:37
Margt undarlegt gerist enn.
Þann 18. ág. 2009 bárust oss til eyrna þau tíðindi að stofnuð hefði verið "Bankasýsla ríkisins", sem hafði því hlutverki að gegna, svo vitnað sé í lögin varðandi áðurnefnda stofnun, að leggja áherslu á endurreisn og uppbyggingu öflugs innlends fjármálamarkaðar, o.sv.frv.
Þess má geta að áðurnefnd stofnun var sett á laggirnar að frumkvæði fjármálaráðherra.
Nú ber hins vegar svo til að þegar framsóknarmaðurinn Páll Magnússon var ráðinn forstjóri bankasýslunnar, þrátt fyri að hafa lent í sjöunda sæti hvað varðar hæfni og menntun til starfsins, þá ber fjármálaráðherra sér á brjóst og kveðst ekki hafa heimild til að grípa inn í.
Samkvæmt þessu er Páll kominn á spenann og allt er gúddí gúddí.
Þó svo 90% þjóðarinnar hafi lýst andstöðu sinni gegn þessari ráðningu. Samkvæmt vina og vandamannapólitíkinni verður ekki hlustað á þann hóp.
Svo, að endingu, þá rak ég augun í smá fréttaklausu sem fangaði athygli mína en hún fjallar um ríkislögreglustjóra , sem þrátt fyrir bruðl upp á 90 millur, situr sem fastast.
Var nokkur að tala um vanmátt og aumingjaskap innanríkisráðherra ??
Nóg að sinni og þar til næst.
Athugasemdir
Ha, 90% Þjóðarinnar????
Eyjólfur G Svavarsson, 16.10.2011 kl. 01:22
Samkvæmt síðustu Gallup könnun.
Þráinn Jökull Elísson, 16.10.2011 kl. 03:31
Hmm eg helt ad eg hefdi verid ad lesa ad adeins 4 hefdu sott um?og madurin talin hæfastur,greinilega ekki sama hvada frettamidill fjallar um malid en er eiginlega ekki alveg sama hvadan flokkskirteinid kemur???ekki getum vid neitad øllum med flokkskirteini um størf,og ekki hefur mer nu synst ad nuverandi stjornarflokkar hafi stadid a bak vid hurdina vid uthlutum a gælustørfum til sinna manna tratt fyrir gefin loford um annad.(ekki ad eg se eithvad serstaklega hrifin af tessari radningu.En eg gerdi nu taug skelfilegu mistøk ad kjosa sf i teirri tru ad hlutirnir myndu breitast,en er buin ad sja ad svo er ekki
Þorsteinn J Þorsteinsson, 16.10.2011 kl. 16:05
Hvernig getur einhver lent í sjöunda sæti, ef einunggis fjórir sækja um? Þetta hljómar nú dulítið útrásarvíkingalegt ;-(
Halldór Egill Guðnason, 19.10.2011 kl. 03:00
Sjö manns voru nefndir.
Þráinn Jökull Elísson, 19.10.2011 kl. 08:29
P.S. Þar sem ég er talnablindur hlýt égt að teljast hæfur sem...viðskiptaráðherra ??...eða fjármálaráðherra ??
Þráinn Jökull Elísson, 19.10.2011 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.