Við stígum trylltan dans...fyrir þinglok...

Þetta fólk kusum við yfir okkur.

Við Íslendingar erum einstaklega lagnir að verða okkur til athlægis á vettvangi erlendis.

Skrípaleikurinn sem fram fer á Alþingi þessa dagana er bara eitt dæmið í viðbót.

Annars vil ég benda á þá staðreynd að væntanlegar breytingar á stjórnarskránni samræmast fullkomlega þeim tillögum sem Framsóknarflokkurinn lagði fram á sínum tíma.

Sem...samkvæmt málflutningi þeirra undanfarna daga og vikur veldur mér áhyggjum.

Ekki eru höfð mörg orð um Noregsferðina á sínum tíma sem...... þrátt fyrir orð Sigmundar Davíðs um óhóflega skuldasöfnun, já og ekki kæmi til greina að auka við skuldirnar......var ekkert annað en sníkjuferð.

Vonandi, bara vonandi, vex þetta lið upp úr sandkassaleiknum og opnar augu sín fyrir veruleikanum og kannski í leiðinni uppgötvar til hvers þau voru kosin.

Þessari athugasemd minni er beint til allra þeirra sem sitja á Alþingi í dag og um leið vil ég benda háttvirtu liðinu á staðreynd sem virðist hafa farið fram hjá þeim sumum að þau eru ekki æviráðin.

Þar til næst. 


mbl.is Málþófið spillt nýliðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband