Útópía bíður okkar...

...ef staðið verður við brot af þeim gylliboðum sem á okkur dynja nú í aðdraganda kosninga.

Okkur hefur verið lofað skattalækkun, án þess að gerð sé grein fyrir tekjumissi aðþrengds ríkissjóðs, sem slíkt hefði í för með sér.

Okkur hafa verið boðnar leiðréttingar á skuldum heimilanna og þá talað um 20 %, sem lauslega reiknað myndu kosta um 260 milljarða.

Talað er um upptöku eigna "vogunarsjóða" en ekki er minnst á að meðal annarra sem keyptu hlutabréf í íslensku bönkunum í "góðærinu" eru danskir lífeyrissjóðir.

Sem varla geta talist til vogunarsjóða.

Ég minni á þá dapurlegu staðreynd að við erum blönk.

Skítblönk.

Sem ég skrifa á reikning þeirrar ríkisstjórnar sem féll eftir búsáhaldabyltinguna.

"Guð blessi Ísland"

Um helmingur allra íbúðalána er hjá Íbúðalánasjóði, hinn helmingurinn hjá lífeyrissjóðum og bönkum.

Ekki er hægt að lækka lán í eigu lífeyrissjóða og banka.

Í stjórnarskránni eru ákvæði sem banna slíka eignaupptöku.

Hvernig á svo að bæta Íbúðalánasjóði upp eignaskerðingu upp á ca. 130 milljarða ??

Með hærri sköttum eða frekari lántöku ríkisins ??

Svör hafa ekki fengist.

Þessa stundina hlusta ég á kosningaumræðurnar á Rás 2...og blöskrar.

Mér blöskrar að heyra margt af því sem fólk í framboði lætur út úr sér.

Mér blöskrar að hugsa til þess að á morgun, þegar við göngum til kosninga, eru býsna margir sem, samkvæmt skoðanakönnunum, vilja kalla yfir sig þá óstjórn sem kom okkur í þá kreppu sem börnin og jafnvel barnabörnin okkar koma til með að súpa seyðið af.

Ætlum við aldrei að læra ??

Í lokin vil ég vitna í þann mæta mann Jón Magnússon lögmann þar sem hann segir:

"Nú er kosningabaráttunni að ljúka og framboðsflokkarnir búnir að lofa millifærslum og framkvæmdum fyrir mörg hundruð milljarða úr galtómum ofurskuldugum ríkissjóði".

Í þeirri veiku von að fólk láti ekki glepjast af innantómum loforðum þegar í kjörklefann er komið óska ég ykkur góðrar nætur.

Þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband