Ég skammast mín...

Var að tala við "erfingjann" áðan, eins og verði nokkuð að erfa nema skuldirnar sem hækka í hvert skipti sem hæstvirtum ráðherra okkar þóknast að snýta sér, en það er önnur saga.
"Nær kemur tú" ??
 Altså, tað kostar og eg...
"Hvussu leingi orkar tú" ??
  Altså, eg kundi tonkt mær..
" Tað hevur tú sagt fyri mær so leingi...eg vil fáa teg heim!!
  Ja, eg lovi...
"Ja.........tú lovar...
 Í hvert skipti sem við tölum saman sárskammast ég mín. Ég skammast mín fyrir aumingjaskapinn í mér að sitja bara á rassinum og horfa á lánið frá Íbúðalánasjóði éta upp það sem ég þó átti í húskofanum.
 Ég skammast mín fyrir uppburðarleysið í mér að taka mig ekki bara til og snara lyklinum inn og pilla mig af skerinu.
Ég skammast mín fyrir þjóðerni mitt þegar erlendir vinir eru að spyrja mig spjörunum úr hvað varðar stjórnmálastöðuna hérlendis...en fátt verður um svör.
Ég hef enga trú á þeim gylliloforðum sem á okkur dundu fyrir kosningar.
Það veit jú hver sæmilega þenkjandi framhaldsskólanemi að innistæðan fyrir slíku er engin.
Ég skammast mín.
  Þar til næst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mér heyrist þú þurfa að hrista af þér slenið og spýta i lófana. Svona væl er þér ekki samboðið.

Ragnhildur Kolka, 1.5.2013 kl. 16:33

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Nkl. Ragnhildur. Það er bara eitt ljón í veginum...

Þráinn Jökull Elísson, 1.5.2013 kl. 18:30

3 identicon

Gylliboðin eru skynsemi, lestu þér til um fjármálin.

Til dæmis Hægri-Grænir, nota vextina næstu 10 ár

til að borga niðurfærsluna.

Þá fær bankinn vextina ekki til sín.

Aldrei að taka lán hjá fjárfestum.

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1296374/

Láttu alla sem þú þekkir, lesa um fjármálin.

Það margt gott í veröldinni, lesa og læra, leita í birtuna.

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/

Egilsstaðir, 02.05.2013  jg

Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 2.5.2013 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband