6.10.2013 | 19:33
Ekki bara ummælin...
Allar aðgerðir Sigmundar Davíðs frá upphafi ferils hans sem forsætisráðherra eru mér óskiljanlegar.
Af nógu er að taka en ég læt mér nægja að minnast á aðgerðir ríkisstjórnarinnar þegar kom að "leiðréttingu" kjara aldraðra og öryrkja.
Við eymingjarnir glöddumst ...þar til kom að efndum loforða.
Í stað þess að hjálpa þeim sem minnst máttu sín þá var farin sú leið að hjálpa þeim sem betur voru staddir þ.e. þeim sem höfðu 250 þúsund og meira á mánuði.
Fámennasti hópurinn og um leið ódýrasta lausnin fyrir ríkissjóð.
Ekki bólar á "leiðréttingu" fyrir þá verst settu í íslenska velferðarsamfélaginu.
Enn gasprar og geypar strákskömmin.
Er ekki kominn tími á aðra búsáhaldabyltingu ??
Þar til næst.
Ummæli Sigmundar óskiljanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.