27.4.2008 | 11:30
Vorkoman o.fl.
Sumardagurinn fyrsti kom - og fór. Við notuðu tækifærið þrír bræðurnir ásamt fjölskyldum og hittumst á ættaróðalinu ( 75% mæting ), litli bró var löglega afsakaður þar sem hann skrapp ásamt fjölskyldunni til Baunalands sl. sumar, kemur heim eftir fjögur ár. Flott hjá unglingunum. Þarna dunduðum við í glampandi sól og nístandi norðaustanátt við eitt og annað á meðan litli prinsinn ( kötturinn hennar mömmu ) kynnti sér ástand og aðstæður smáfuglanna. Ættaróðalið er bújörð sem pabbi sáli lét eftir sig og er um fimmtán mín. akstur frá Grundarfirði, semsagt tilvalið að skreppa í sveitina til að "afstressa " sig.
Undarlegt þetta með bæjarnöfn. Ég bjó sem barn í Grafarnesi, nokkur ár í Eyrarsveit, svo var flutt inn í Grundarfjörð og nú bý ég í Grundarfjarðarbæ. Botnar nokkur í þessu? Ekki ég.
Já, tala um að skreppa. Ég er kominn með óstjórnlegan fiðring og bókstaflega klæjar í iljarnar að fara á smá flakk, hef sjaldnast geta setð kyrr hvað þá ílengst en ég er bara svo lengi að koma mér heim aftur. Síðast þegar ég skrapp-í þriggja mán.sumarstarf var ég ellefu ár á leið til baka.
Þá fékk ég bágt fyrir hjá fjölskyldunni.
Kannski ég bíði fram á haust. Þá lækkar líka fargjaldið.
Það er fleira dýrt en eggin Steini minn.
Þar til næst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.