Ferðafólk, vorvinna og Júróvisjón!

Litli bró minnti mig á bloggið, heimtar fréttir héðan, fj.... hvað tíminn líður. Fréttir??? Jú fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom hér árla föstudagsmorgun að vísu með smá viðkomu í Rvk. Að sjálfsögðu var tekið vel á móti fólkinu eins og alltaf. Annars er nokkuð síðan fyrstu ferðamennirnir skutu upp kollinum hér og fengu á sig hressandi norðaustan átt.

Ég tók mig til í gærmorgun, bretti upp ermarnar og fór að lakka útihurðina hjá mér, fæ svona fjörkippi á vorin og það var eins og við manninn mælt, þegar ég var að ljúka framkvæmdum fór að rigna og þegar rignir hér, þá rignir! Hnuss! Ég ætti kannski að tékka á veðurspánni næst.Og til að kóróna allt þá bættust úrslitin í Júróv. ofan á . Hnuss hnuss! Atkvæðagreiðslan var eins og fyrri daginn eftir bókinni en þó mér fyndist Rússinn vel að sigrinum kominn þá hefði Ísland mátt lenda aðeins ofar. Bara aðeins ofar plís.

Er að fara í heljarmiklar girðingaframkvæmdir svo sauðfénaðurinn ( sá tvífætti ) vaði ekki yfir trjáplönturnar mínar sem ég gróðursetti af miklum myndarskap í fyrra, þ.e. þær fáu sem enn tóra og ég vil ekki heyra orð um græna putta, veit ekki hvað það er.

Annars er allt komið í góðan gír hér fyrir westan, byggingarframkvæmdir á fullu sumarvinnan hjá unglingunum að byrja og grænu svæðin orðin jah, græn, nema þar sem gleymdist að setja mold undir þökurnar í fyrra en það er alltaf hægt að ráða bót á því.

Þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir það.

Hressandi goluskratti minnir mig alltaf á járnkarlinn sem stóð upp við skemmuvegginn. Rokið var svo mikið að morguninn eftir var járnkarlinn kengboginn. Sjálfsagt verður þú að útvega girðingastaura með svipaðri sveigju  

En segðu mér með grasþökurnar, var ekki örugglega farið eftir leiðbeiningum þ.e.a.s. græna hliðin upp?

Hanni (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband