Fréttir úr Grúnó.

    Enn heimtar hann fréttir. Til hamingju með prófin litli bró.

Hér er alltaf eitthvað að gerast. Undanfarið hafa staðið yfir umfangsmiklar viðgerðir á húsi Framsóknarflokksins hér á staðnum en eins og kunnugir þekkja til þá lenti áðurnefnt hús í árekstri við japanskan jeppa fyrr í vetur. Ekki ku hafa sést mikið á jeppanum en semsagt, nú er búið að endurnýja mest af suður- og austurhlið hússins. Illar tungur herma mér að þarna hafi verið samankomnir flestir ef ekki allir fylgismenn Flokksins. Ekki veit ég hvað til er í því, ég taldi að minnsta kosti átta hausa. Það verður að segjast eins og er að fylgi Framsóknar hér í Grúnó hrundi til muna þegar litli bró og eiginkona gerðust Baunar. Nóg um það.

   Gríðarmiklar gatnaviðgerðir hafa verið í gangi, sosum kominn tími til, og nú er Hamrahlíðin orðin að "Broadway" og það svo rækilega að ytri röðin af trjáplöntunum mínum hvílir nú rætur sínar undir malbiki. Eins gott ég var ekki búinn að girða. En svo maður líti nú á ljósu hliðina ( það er jú alltaf hægt að finna ljósa hlið á öllu ) þá þarf ég ekki að hreinsa arfa meir.

   Góð vinkona mín til margra ára kvaddi í morgun. Hún var búin að þjást af MND sjúkdómnum árum saman. Ég sendi fjölskyldunni samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hennar.

   Þar til næst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir það

Ekkert skrítið að allur þessi mannfjöldi sé samankominn í framsóknarhúsinu, þar er jú stanslaust Þorrablót.

Ég er núna í 2ja vikna uppmælingar- og skráningarverkefni og eftir það tekur við sumarfrí og flutningar.

Við sendum eftirlifendum nöfnu minnar samúðarkveðjur. 

Hanni og co (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband